• Photo credit: Gabrielle Motola

Starf með fólki af erlendum uppruna

Rauði krossinn vinnur að ýmsum málum hvað varðar umsækjendur um alþjóðlega vernd, flóttafólk og innflytjendur.

Hér til hliðar má nálgast upplýsingar um verkefni sem standa skjólstæðingum og sjálfboðaliðum til boða auk annars fróðleiks um réttindi og skyldur.

Viltu gerast sjálfboðaliði?

  Skráðu þig hér! 

Almennt er mælst til þess að sjálfboðaliðar sitji námskeið um innflytjenda verkefni áður en störf hefjast en það getur verið mismunandi milli deilda.

Kannaðu hvenær næsta námskeið fyrir innflytjendaverkefni er á dagskrá hér. 


Fyrirspurnir vegna rannsóknarverkefna í málaflokknum

Rauða krossinum berast margar fyrirspurnir vegna aðstoðar við rannsóknarverkefni, m.a. frá háskólanemum. Almenna reglan er sú að við aðstoðum nemendur í BA námi ekki við að komast í samband við skjólstæðinga okkar sem tengjast rannsóknarefni.

Hvað varðar meistara- og doktorsnema aðstoðum við ef við teljum að það gagnist málaflokknum sem um ræðir en það er ávallt atvikabundið.

Fyrirspurnum vegna rannsóknarverkefna má beina að Brynhildi Bolladóttur upplýsingafulltrúa, [email protected]

Photo credit: Gabrielle Motola