Aðstoð í boði

Rauði krossinn stendur fyrir viðamiklu hjálparstarfi á Íslandi. Fjöldi manns er í þörf fyrir sérstaka aðstoð sökum fátæktar, veikinda eða annarra áfalla sem fólk getur orðið fyrir. Hér er hægt að kynna sér hvaða aðstoð hægt er að sækja hjá Rauða krossinum og kynna sér hvernig maður ber sig að við umsóknir um aðstoð. 

Lesa meira
Logo-1717-nytt

Hjálparsíminn 1717 og netspjallið

  • Opið allan sólarhringinn
  • Alltaf ókeypis, þarf ekki inneign til að hringja
  • Algjör trúnaður og nafnleynd - birtist ekki á símreikningum að hringt hafi verið í 1717
  • Er til staðar fyrir þá sem vilja tala um sína hjartans mál í einlægni og trúnaði 
Lesa meira

Neyðarvarnir

Rauði krossinn sinnir fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi í þágu almannavarna. Um 750 sérþjálfaðir sjálfboðaliðar Rauða krossins eru til taks þegar áföll verða

Lesa meira

Fataverkefni

Rauði krossinn tekur við notuðum fatnaði og annarri textílvöru. Fatnaðurinn nýtist til hjálparstarfs hér heima og erlendis og er ein mikilvægasta fjáröflun félagsins. Allar deildir félagsins úthluta fatnaði til einstaklinga og fjölskydna sem búa við þrengingar.jjjj

Lesa meira
_SOS9303

Skyndihjálp

Að kunna skyndihjálp getur bjargað mannslífi. Rauði krossinn á Íslandi er leiðandi í útbreiðslu skyndihjálpar á Íslandi.

Lesa meira
Heimsoknavinir_kaffibollar

Vinaverkefni

Heimsóknavinir heimsækja gestgjafa sinn að öllu jöfnu einu sinni í viku á heimili eða stofnanir. 450 manns heimsækja um 900 einstaklinga á vegum Rauða krossins

Lesa meira

Skaðaminnkun

Rauði krossinn í Reykjavík starfrækir Konukot - næturathvarf fyrir heimilislausar konur og Frú Ragnheiði - skaðaminnkunarverkefni.
Það má lesa um bæði þessi verkefni hér til hliðar.

Lesa meira
IMG_4248

Geðheilsa

Rauði krossinn kemur að rekstri athvarfa fyrir fólk með geðraskanir og Konukot fyrir heimilislausar konur. Alls starfa rúmlega 300 sjálfboðaliðar í athvörfum um allt land

Lesa meira
IMG_6249

Sjúkrabílar

Á hverjum degi flytja sjúkrabílar Rauða krossins að jafnaði milli fjörutíu og fimmtíu sjúklinga. Allir sjúkrabílar á Íslandi, alls 77 á 40 stöðum á landinu, tilheyra Rauða krossinum sem kaupir þá, útbýr tækjum og rekur. Margar deildir félagsins voru stofnaðar af frumkvöðlum sem vildu tryggja þjónustu sjúkrabíls í sínu sveitarfélagi. Nú eru bílarnir reknir með það í huga að um allt land séu ávallt til reiðu vel útbúnir bílar til sjúkraflutninga.

Lesa meira