Karlar í skúrum

Karlar í skúrum hafa byrjað aftur eftir lokun í samkomubanni.

Verkefnið Karlar í skúrum var fyrst sett á fót í Hafnafirði árið 2018. Verkefnið er að ástralskri fyrirmynd og hefur gengið vel víðsvegar um Evrópu. 

Karlar í skúrum er opið fyrir alla karlmenn og gefur þeim stað og stund til að hittast, spjalla og vinna að ýmsum sameiginlegum verkefnum sem þeir sjálfir ákveða. Þar skiptast þeir á þekkingu og gefa til samfélagsins í leiðinni. Hugmyndafræðin byggist á rannsóknum um að karlmönnum finnst best að tala saman þegar þeir eru að vinna með eitthvað í höndunum og þegar þeir standa saman öxl í öxl frekar en beint á móti hver öðrum. 

Markmið Karla í skúrum er að koma í veg fyrir félagslega einangrun og neikvæðar afleiðingar hennar með því að skapa karlmönnum vettvang til að hittast á þeirra forsendum. Verkefnið skapar aðstæður þar sem að heilsa og vellíðan karlamanna er í fyrirrúmi og þátttakendur geta haldið sér við líkamlega, andlega og félagslega og þannig komið í veg fyrir félagslega einangrun og neikvæðar afleiðingar hennar.

Verkefnið er staðsett í 

 

  • Hafnafirði, Helluhrauni 8 - opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-13
  • Breiðholti í Arnarbakka 2 - opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-13
  • Vesturbyggð, Patreksfirði - opið miðvikudaga frá kl. 10 

Von bráðar opna skúrar í Mosfellsbæ og Kópavogi.

Vilt þú stofna skúr? Hafðu samband við Hörð Sturluson í síma 694 1281 eða á hordur@redcross.is