Karlar í skúrum

Verkefnið Karlar í skúrum var fyrst sett á fót í Hafnafirði árið 2018. Verkefnið er að ástralskri fyrirmynd og hefur gengið vel víðsvegar um Evrópu. 

Karlar í skúrum er opið fyrir alla karlmenn og gefur þeim stað og stund til að hittast, spjalla og vinna að ýmsum sameiginlegum verkefnum sem þeir sjálfir ákveða. Þar skiptast þeir á þekkingu og gefa til samfélagsins í leiðinni. Markmið verkefnisins er að skapa aðstæður þar sem heilsa og vellíðan karlmanna er í fyrirrúmi, þar sem þeir halda sér við líkamlega, andlega og félagslega.

Verkefnið er staðsett í Hafnafirði og í Vesturbyggð á Vestfjörðum.

Nánari upplýsingar veitir Hörður Sturluson í síma 694 1281 eða á hordur@redcross.is