Sárafátækt


English version

Skrajne ubóstwo


Pobreza extrema

Rauðikrossinn hefur stofnað sjóð sem veitir neyðarstyrki til þeirra sem búa við sárafátækt. Um tímabundið átaksverkefni er að ræða en með stofnun sjóðsins vill Rauði krossinn efla stuðning og vera málsvari þeirra sem búa við mikinn skort.

​Horft er til tekna og eigna til að meta rétt til styrks.​ Umsækjendur yngri en 18 ára eiga ekki rétt á styrk né námsmenn í lánshæfu námi hjá LÍN.

Fjárhæðir neyðarstyrks

 

  • Einstaklingar 40.000 kr. ​
  • Hjón og sambúðarfólk  50.000 kr. ​

Styrkur hækkar um 10.000 kr. fyrir hvert barn yngra en 18 ára sem er á forræði umsækjanda og á sama lögheimili og umsækjandi. ​

Hversu oft er hægt að fá úthlutun

Að hámarki er hægt að veita styrk til sama umsækjanda tvisvar sinnum á almanaksári. ​ Ekki verður veittur styrkur lengra aftur í tímann en tvo mánuði frá því að umsókn er lögð fram.​ 

Þú getur sótt um neyðarstyrk Rauða krossins ef þú uppfyllir eftirtalin skilyrði


  • Íslenska kennitölu
  • Lögheimili á Íslandi
  • Mánaðarlegar tekjur eru 200.000 kr. eða minna fyrir skatt  (einstaklingar) eða samanlagt 300.000 kr. eða minna fyrir skatt (hjón/sambúðarfólk).
  • Eignir eru ekki umfram íbúðarhúsnæði og ein fjölskyldubifreið.
  • Búið að fullnýta rétt sinn til greiðslna frá félagsþjónustu sveitarfélaga, atvinnuleysissjóði og tryggingastofnun.
  • Athugð að barnabætur, meðlag og húsaleigubætur eru ekki taldar með í tekjuviðmiðum.

 Ef þú fyllir ekki þau skilyrði getur þú skoðað önnur úrræði hér .

Senda má tölvupóst á adstod@redcross.is til að fá frekari upplýsingar eða aðstoð við skil á umsókn.  

Sækja um