• HeimalandIMG_7289

Önnur úrræði

Ef þú uppfyllir ekki skilyri fyrir úthlutun neyðarstyrks Rauða krossins má skoða önnur úrræði Rauða krossins hjá deildum félagsins út allt land. 

Bent er sérstaklega á fataúthlutun Rauða krossinsAfgreiðslutími fatakorta er á þriðjudögum kl. 13:00-16:00 í Efstaleiti 9 Reykjavík.

Einnig má skoða úrræði annara félagasamtaka eða opinberra aðila. 

Fjölskylduhjálp Íslands  - Iðufell 14, 111 Reykjavík, s. 551 3360.

Umboðsmaður skuldara - Kringlan 1, s. 512-6600, s. 512-6600 eða 800-6600.  Eitt af hlutverkum umboðsmanns skuldara er að veita einstaklingum sem eiga í greiðsluerfiðleikum ókeypis ráðgjöf. Hún felst m.a. í gerð greiðsluerfiðleikamats til að öðlast heildarsýn yfir fjármálin og að leita leiða til lausnar á fjárhagsvanda.

Félag einstæðra foreldra - Túngata 14, Rvk - 2. hæð, s. 551-1822. Félagið veitir m.a. bráðabirgðarhúsnæði fyrir einstæða foreldra (á Skeljanesi), ýmsa námsstyrki, ókeypis lögfræðiaðstoð, félagsráðgjöf o.fl.

Félagsþjónusta sveitarfélaga - Sveitarfélögin bera ábyrgð á fjölbreyttri félagsþjónustu við íbúa sína. Hlutverk félagsþjónustunnar almennt er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi íbúanna í sveitarfélögunum. Leita skal til þess sveitafélags er umsækjandi á lögheimili til að fá upplýsingar um rétt til þjónustu. 

Söfnuðir kirkja  veita stundum bráða fjárhagsaðstoð t.d. á meðan beðið er eftir styrk frá félagsþjónustu sveitarfélaga. Hægt er að kanna aðstoð í þeirra sókn er umsækjandi á búsetu.

Tryggingastofnun   Laugavegi 114, 105 Reykjavík, s. 560 4400 og 800 6044. Þjónusturáðgjafar svara viðskiptavinum og upplýsa um lögbundin réttindi til almannatrygginga, félagslega aðstoð og greiðslur til foreldra langveikra og fatlaðra barna.

Vinnumálastofnun - Kringlan 1, s. 515 4800, postur@vmst.is, Afgreiðslutími 09-15 alla daga nema föstudaga 09-12.  Vinnumálastofnun er með skrifstofur um allt land þar sem þjónusta er veitt við atvinnuleit o.fl. 

Samhjálp - kaffistofa Samhjálpar, Borgartúni 1, er opin alla virka daga frá kl: 10:00-15:00 og um helgar kl. 11:00-15:00.

Hjálparstarf kirkjunnar - Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík, sími 5284400,  help@help.is.  Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins taka á móti umsóknum um stuðning, veita ráð og vísa fólki áfram til frekari ráðgjafar ef þörf krefur. Aðstoð er veitt í samstarfi við presta, félags- og námsráðgjafa um allt land.

Mæðrastyrksnefndir - Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur - Hátúni 12, 105 Reykjavík - maedur@simnet.is. Sími 551 4349. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs - Fannborg 5, 200 Kópavogi. S: 867-7251. Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar - Lækjargötu 2, 220 Hafnarfirði. S: 843-0668. Mæðrastyrksnefnd Akureyrar - Tjarnarlandi, 601 Akureyri. S: 867-5258.