Sjálfbærnisjóður Rauða krossins styður við verkefni sem stuðla að sjálfbærni bæði á alþjóðavettvangi og á Íslandi. Þessi verkefni eiga það sameiginlegt að hafa jákvæð áhrif á umhverfismál, samfélög, mannréttindi og styðja þannig við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Hvernig á að taka þátt?

LEGGÐU ÞITT AF MÖRKUM

Rauði krossinn á Íslandi gerir samning við fyrirtæki, sveitarfélög eða einstaklinga á Íslandi um að fjármagna verkefni sem falla undir tiltekin Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Samvinna er lykill að velgengni

VIÐ HJÁLPUMST AÐ

Sjálfbærnisjóður Rauða krossins leiðir saman stjórnvöld, sveitarfélög, fyrirtæki og stærstu mannúðarhreyfingu heims, Rauða krossinn og Rauða hálfmánann. Með sjóðnum sameina þau krafta sína til að vinna að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Lykilhlutverk fyrirtækja

NÝIR MÆLIKVARÐAR

Vaxandi fjöldi fyrirtækja innleiðir nú árangursmælikvarða í starfsemi sína til að sannreyna áhrif hennar á samfélags- og umhverfismál. Fyrirtæki gegna lykilhlutverki í þeirri vinnu sem þarf að eiga sér stað svo Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna náist. Almenningi og sveitarfélögum býðst einnig að taka þátt í sjóðnum. 


Dæmi um verkefni sem sjóðurinn styrkir

Endurnýtt líf

Verkefnið snýst um að koma í veg fyrir að 3000 tonn af fatnaði og vefnaðarvöru verði urðuð eða brennd á Íslandi.

Eldsneytisnotkun

Sjóðurinn styrkir verkefni sem stuðla að 80% minni eldsneytisnotkun í löndum suður af Sahara. 

 

 

Menntun

Sjóðurinn fjárfestir í menntun stúlkna í þróunarlöndum.

Frú Ragnheiður

Sjóðurinn styrkir skaðaminnkunarverkefni á borð við Frú Ragnheiði á Íslandi.

 

 

Neyðarvarnir

Sjóðurinn eflir neyðarvarnir á Íslandi og alþjóðavettvangi svo samfélög séu betur í stakk búin til að takast á við flóð og annars konar náttúruhamfarir.

Hjálparsíminn 1717

Sjóðurinn tryggir starfsemi Hjálparsímans 1717 og netspjalls 1717.is.

 


 


Alþjóðlega viðurkenndir staðlar

Í allri starfsemi sjóðsins er stuðst við alþjóðlega viðurkennda staðla og UFS-viðmið sem snúa að umhverfi og samfélagi.

Umgjörð sjóðsins gerir fyrirtækjum kleift að fylgjast með því hvernig starfsemi þeirra hefur áhrif á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.


Hafðu samband

Stjórn sjóðsins skipa stjórnendur hjá Rauða krossinum sem allir búa yfir mikilli þekkingu og reynslu af starfsemi hreyfingarinnar.

Starfsmaður sjóðsins er Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins.


Úttektaraðili

Úttektaraðili sjóðsins er Circular Solutions, sem hefur verið leiðandi sjálfbærniráðgjöf á Íslandi og býður stjórnvöldum, bæjarfélögum, fyrirtækjum og samtökum aðstoð við stefnumótun, skýrslugjöf, sérhæfðar greiningar og sjálfbæra fjármögnun. KPMG keypti Circular Solutions í byrjun árs 2021.

www.circularsolutions.is

Sjálfbær fjármálarammi