Upplýsingar fyrir fyrirtæki sem vilja styrkja neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir íbúa Úkraínu
Styrktarpakki
Rauði krossinn vill þakka þau góðu viðbrögð sem fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hafa sýnt vegna neyðarsöfnunar Rauða krossins fyrir þolendur átakanna í Úkraínu. Við höfum fundið fyrir miklum velvilja meðal fyrirtækja að leggja sitt af mörkum.
Hægt er að lækka skatta með því að styrkja Rauða krossinn. Fyrirtæki geta fengið skattafslátt af styrkjum sem nema allt að 1,5% af tekjuskattsstofni. Sjá nánari upplýsingar hér.
Dæmi um leiðir sem fyrirtæki til að styrkja neyðarsöfnunina:
- Styrkja neyðarsöfnunina beint með framlagi: Styrkja
- Gefa 100% mótframlag með styrkjum starfsmanna til neyðarsöfnunarinnar.
- Fyrirtæki bjóða viðskiptavinum sínum að styrkja þolendur átakanna þegar þeir greiða fyrir vöru og þjónustu á kassa og leggja fram mótframlag með styrkjum.
Fyrirtæki setja myndir og upplýsingar á innri og ytri vef til að upplýsa viðskiptavini, starfsfólk og samstarfsaðila um stuðning sinn við þolendur átakanna. Fyrirtæki eru jafnvel að senda áskorun á önnur fyrirtæki að taka líka þátt í söfnuninni.
Hér að neðan eru myndir um neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi, sem má nýta til að setja á ytri eða innri vef fyrirtækja til að upplýsa viðskiptavini, starfsfólk og samstarfsaðila um að þitt fyrirtæki styðji neyðarsöfnun Rauða krossins. Hér á síðunni er einnig að finna á íslensku og ensku lykilupplýsingar um átökin, þá aðstoð sem Rauða kross hreyfingin veitir og hvernig fjármunir sem safnast verða nýttir. Athugið að allur texti um átökin þarf að vera samþykktur af Rauða krossinum.
Hafðu samband við sviðsstjóra fjáröflunar- og kynningarmála hjá Rauða krossinum, Björgu Kjartansdóttur, á netfangið bjorgk@redcross.is til að fá textasamþykki.

Lykilupplýsingar um ástandið í Úkraínu
Viðurkenningar til starfsfólks og fyrirtækja

Borði í tölvupóst

Myndir frá Úkraínu
Myndir fengnar frá Alþjóða Rauða krossinum (IFRC). Ef nota á myndirnar vinsamlegast takið fram að þær eru fengnar frá IFRC.







