Gjafir til góðra verka

Þekkir þú einhvern sem á allt? Hefur verkstæði jólasveinsins flaskað á skógjöfum? Hvernig væri að gefa einhverjum í neyð gjöf? Skoðaðu rafrænu gjafabréfin okkar. Gefa gjöf

Framlag til hjálparstarfs

Víða um heim stundar Rauði krossinn margvíslegt hjálparstarf. Stuðningur almennings í hjálparstarfi skiptir sköpum og gefur nauðstöddum von. Þú getur lagt þitt af mörkum í hjálparstarfi Rauða krossins með einstöku framlagi. Margt smátt gerir eitt stórt. Gefa til hjálparstarfsins

Senda SMS

Rauði krossinn sinnir hjálpar- og mannúðarstarfi bæði hér heima og erlendis. Þú getur á einfaldan hátt stutt við starf Rauða krossins með því að senda SMS. Meira um SMS framlög

Stofnaðu þína eigin söfnun

Nú getur þú á einfaldan hátt hafið þína eigin söfnun og stutt hjálpar- og mannúðarstarf Rauða krossins bæði hér heima á Íslandi sem og erlendis. Með því að hefja þína eigin rafrænu söfnun getur þú boðið fjölskyldu þinni og félögum að taka þátt og styðja góð málefni. Stofnaðu þína söfnun

Halda tombólu

Um það bil 600 börn halda tombólur fyrir Rauða krossinn á hverju ári. Þau eru yngstu sjálfboðaliðar Rauða krossins og hafa í gegnum árin sýnt ótrúlega hugmyndaauðgi þegar kemur að fjáröflun fyrir gott málefni. Meira um tómbóluhald

Rauða kross vörur

Á vef Rauða krossins er hægt að versla ýmsar vörur sem tengjast starfi Rauða krossins. Þar á meðal er hægt að versla skyndihjálparvarning og námsefni tengt skyndihjálp. Þetta er liður í fjáröflun félagsins og rennur ágóðinn til hjálpar- og mannúðarstarf Rauða krossins. Skoða vörurnar

Minningarkort

Rauði krossinn býður almenningi upp á þann kost að senda minningarkort til að minnast ástvina sem fallið hafa frá. Upphæðin er valfrjáls og rennur allt söfnunarfé í hjálparstarf Rauða krossins innanlands sem utan. Þetta er góð leið til að halda minningu ástvina á lofti og láta gott af sér leiða. Senda minningarkort

Erfðagjafir

Sífellt fleiri ákveða að arfleiða hluta eigna sinna til góðgerðarmála. Rauði krossinn hefur notið góðs af því og færir hugheilar þakkir til þeirra sem kjósa að hugsa svo fallega til okkar starfs. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um hvernig hægt er að bera sig að við slíkt. Nánar um erfðagjafir

Gjafabréf

Gjafabréf til styrktar Rauða krossinum eru vinsæl leið til að gleðja vini og ættingja þegar stórafmæli eða aðrir stórir viðburðir eru væntanlegir. Allt söfnunarféð rennur svo í hjálparstarf Rauða krossins hér heima og erlendis.   Panta gjafabréf