• Fataflokkun2_edited-1

Gefa föt

Ég vil gefa föt, hvert fer ég með fötin?

Þú getur komið fötunum fyrir í söfnunargámum sem staðsettir eru á öllum endurvinnslustöðum Sorpu og grenndargámum víða um land. 

Einnig getur þú haft samband við deild Rauða krossins á þínu svæði.  

Fataverkefni Rauða krossins

Fatasöfnun Rauða krossins er eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefni Rauða krossins á Íslandi.

Rauði krossinn úthlutar fatnaði til fjölda einstaklinga á Íslandi á hverju ári.

Rauða kross búðirnar eru einnig mikilvægur hlekkur í fjáröflun félagsins.  

Á þriðja hundrað sjálfboðaliða starfa í Rauða kross búðunum og skila um 1900 vinnustundum á ári. Reikna má með að framlag þeirra sé ekki undir 30 milljónum króna. 

Kynntu þér fataverkefni Rauða krossins betur.  

Viltu taka þátt?

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í fataverkefni Rauða krossins, getur þú skráð þig sem sjálfboðaliði.