Gjafabréf
Gjafabréf til styrktar Rauða krossinum eru vinsæl leið til að gleðja vini og ættingja þegar stórafmæli eða aðrir stórir viðburðir eru væntanlegir. Allt söfnunarféð rennur svo í hjálparstarf Rauða krossins hér heima og erlendis.
Gjafabréf
Gjafabréf Rauða krossins eru góð leið til að gleðja vini og ættingja þegar stór tímamót bera að garði. Þannig leggur þú og viðtakandi hjálparstarfi Rauða krossins lið.
Panta gjafabréfSkyndihjálp 4 klukkustundir
Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp.
Verð: 11.000,- kr.
Skyndihjálp 12 klukkustundir
Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp.
Verð: 18.000,- kr.
Slys og veikindi barna
Námskeið fyrir alla foreldra,forráðamenn barna og þá sem sinna ungum börnum. Á námskeiðinu er lögð áhersla á grunnatriði almennrar skyndihjálpar, svo sem skoðun og mat á ástandi og endurlífgun. Farið er í viðbrögð við algengum slysum og alvarlegum veikindum og hvernig best er að styðja við börnin í slíkum tilfellum. Námskeiðið gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.
Verð: 6.000,- kr.
Börn og umhverfi
Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2004 og eldri (12 ára og eldri). Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt kennslu í skyndihjálp.
Verð: 9.900,- kr.
Sálrænn stuðningur
Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum. Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju.
Verð: 4.900,- kr.
Opið gjafabréf á námskeið hjá Rauða krossinum
Handhafi gjafabréfsins getur notað það sem greiðslu á námskeið haldin af Rauða krossinum.
Skyndihjálpartaska
Hvert heimili á Íslandi, hver bifreið og hver vinnustaður ætti að vera útbúinn skyndihjálparbúnaði. Það ásamt því að kunna réttu handtökin getur bjargað mannslífum. Um leið og þú gefur skyndihjálpatöskuna ertu að styrkja allt starf Rauða krossins á Íslandi og gæta að öryggi ástvina.