Mannvinir Rauða krossins

Mannvinir eru mánaðarlegir styrktaraðilar Rauða krossins á Íslandi. Upphæðin er valfrjáls en algengt er að styrkurinn sé um 2000-2500 krónur á mánuði. Mannvinir Rauða krossins styðja við fjöldamörg verkefni Rauða krossins, bæði hér heima og erlendis, og gera Rauða krossinum kleift að bregðast við og aðstoða þar sem neyðin er mest.

 Gerast MannvinuR! 

Algengar spurningar

Alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins á Íslandi nær á hverju ári til þúsunda fórnarlamba hamfara, ófriðar og fátæktar um allan heim. Á Íslandi miðast starf Rauða krossins að því að bæta og efla íslenskt samfélag þar sem þess er þörf og bregðast við á neyðarstundu. Rauði krossinn er hluti af almannavörnum ríkisins og hefur viðamiklu hlutverki að gegna þegar vá ber að garði, líkt og ríkisinsstofnanir og björgunarsveitir.