Mannvinir óskast vegna álags

Mannvinir eru mánaðarlegir styrktaraðilar Rauða krossins á Íslandi.

Upphæðin er valfrjáls en algengt er að styrkurinn sé um 2000-2500 krónur á mánuði.

_SOS81103_1584110462944

 

Gerast Mannvinur 

Covid-19: Rauði krossinn rekur sóttvarnarhús og Hjálparsímann 1717 sem veitir sálrænan stuðning og tekur við yfirfalli frá símanúmeri Læknavaktarinar 1700.

Rauði krossinn þinn þarf á þér að halda og við leitum að fleiri Mannvinum vegna álags út af Covid-19.


Mannvinir Rauða krossins styðja við fjöldamörg verkefni Rauða krossins, bæði hér heima og erlendis, og gera Rauða krossinum kleift að bregðast við og aðstoða þar sem neyðin er mest. 

 

Alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins á Íslandi nær á hverju ári til þúsunda fórnarlamba hamfara, ófriðar og fátæktar um allan heim.

Á Íslandi miðast starf Rauða krossins að því að bæta og efla íslenskt samfélag þar sem þess er þörf og bregðast við á neyðarstundu. Rauði krossinn er hluti af Almannavörnum ríkisins og hefur viðamiklu hlutverki að gegna þegar vá ber að garði, rétt eins og stofnanir ríkisins og björgunarsveitir.