Mannvinir Rauða krossins

Mannvinir eru mánaðarlegir styrktaraðilar Rauða krossins á Íslandi.

Upphæðin er valfrjáls en algengt er að styrkurinn sé um 2000-2500 krónur á mánuði.

 

 

Gerast Mannvinur 

Mannkyn allt stendur frammi fyrir því sameiginlega verkefni að berjast við kórónufaraldurinn. Rauði krossinn er til staðar og fjölmargir treysta á okkar aðstoð. Taktu þátt í baráttunni með okkur. Vertu Mannvinur Rauða krossins. 


Hjálparsími Rauða krossins 1717 og netspjallið hefur aldrei verið mikilvægara. Hjálparsíminn er opinn allan sólahringinn og veitir sálrænan stuðning.  Mikið álag hefur verið á símanum og Rauði krossinn mun halda áfram að bregðast við auknu álagi til þess að vera til staðar fyrir þá sem þurfa. Mannvinir Rauða krossins styðja við Hjálparsíma Rauða krossins. 

COVID-19 smitum í Afríku fjölgar nú ört og mikil hætta er á hraðri útbreiðslu í álfunni þar sem innviðir eru ekki nógu sterkir til að stemma stigu við faraldrinum. Mörg berskjölduð ríki í Afríku hafa hreinlega ekki bolmagn til þess að takast á við afleiðingarnar. Rauði krossinn vinnur nú í kappi við tímann að hefta útbreiðsluna. 

Mannvinir Rauða krossins styðja við fjöldamörg verkefni Rauða krossins, bæði hér heima og erlendis, og gera Rauða krossinum kleift að bregðast við og aðstoða þar sem neyðin er mest. 

Alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins á Íslandi nær á hverju ári til þúsunda fórnarlamba hamfara, ófriðar og fátæktar um allan heim.

Á Íslandi miðast starf Rauða krossins að því að bæta og efla íslenskt samfélag þar sem þess er þörf og bregðast við á neyðarstundu. Rauði krossinn er hluti af Almannavörnum ríkisins og hefur viðamiklu hlutverki að gegna þegar vá ber að garði, rétt eins og stofnanir ríkisins og björgunarsveitir.