• 20151116_114745

Halda tombólu

Börn styrkja börn

 

 

Langar þig að halda tombólu og styrkja börn annars staðar í heiminum?

Það eru til fjölbreyttar leiðir við að halda tombólu. Hér eru nokkrar hugmyndir:

  • safna saman dóti og selja á fjölförnum stöðum

  • ganga í hús og selja allskonar muni

  • halda basar (kökubasar eða annars konar basar t.d.)

  • selja límonaði eða kakó

  • og fjölmargt fleira, einfaldast er að láta hugarflugið ráða og hafa gaman af því að safna fjármunum fyrir bágstadda.

Hægt er að fara með söfnunarfé beint á landsskrifstofu Rauða krossins að Efstaleiti 9 eða í deildir Rauða krossins á Íslandi. Þar er tekin mynd af tombólubörnunum og birt hér á vefnum. 

Yngstu sjálfboðaliðar Rauða krossins

Stuðningur tombólubarna á hverju ári er Rauða krossinum mjög mikils virði og er félagið þakklátt fyrir eljuna og dugnaðinn sem liggur að baki hverri tombólu og fjáröflun þessara yngstu sjálfboðaliða okkar.

Tombólubörn söfnuðu um 600 þúsund króna á síðasta ári og fór öll sú upphæð til styrktar börnum í Malaví í Afríku.