Sjálfbærniverkefnið

Sjálfbær þróun er lykillinn að betri framtíð fyrir okkur öll. Sjálfbærniverkefni Rauða krossins gera þér kleift að styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Með því að styðja við verkefnin stuðlar þú að sjálfbærni bæði á alþjóðavettvangi og á Íslandi. Þessi verkefni eiga það sameiginlegt að hafa jákvæð áhrif á umhverfismál, samfélög, mannréttindi og styðja þannig við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. 

Samvinna er lykill að velgengni

Sjálfbær þróun er lykillinn að betri framtíð fyrir okkur öll. Sjálfbærniverkefni Rauða krossins gera þér kleift að styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Með því að styðja við verkefnin stuðlar þú að sjálfbærni bæði á alþjóðavettvangi og á Íslandi. Þessi verkefni eiga það sameiginlegt að hafa jákvæð áhrif á umhverfismál, samfélög, mannréttindi og styðja þannig við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. 

Lykilhlutverk fyrirtækja

NÝIR MÆLIKVARÐAR

Vaxandi fjöldi fyrirtækja innleiðir nú árangursmælikvarða í starfsemi sína til að sannreyna áhrif hennar á samfélags- og umhverfismál. Fyrirtæki gegna lykilhlutverki í þeirri vinnu sem þarf að eiga sér stað svo Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna náist. Almenningi og sveitarfélögum býðst einnig að taka þátt í sjóðnum. 

Alþjóðlega viðurkenndir staðlar

Í allri starfsemi sjóðsins er stuðst við alþjóðlega viðurkennda staðla og UFS-viðmið sem snúa að umhverfi og samfélagi.

Umgjörð sjóðsins gerir fyrirtækjum kleift að fylgjast með því hvernig starfsemi þeirra hefur áhrif á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Hafðu samband

Matsnefnd er skipuð stjórnendum Rauða krossins sem öll búa yfir þekkingu og reynslu af starfsemi hreyfingarinnar. Tengiliður er Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins.

Staðsetning Efstaleiti 9, 103 Reykjavík
Sími 821 2514
Kennitala 530269-2649

Algengar spurningar og svör

Rauði krossinn á Íslandi gerir samning við fyrirtæki, sveitarfélög eða einstaklinga á Íslandi um að fjármagna verkefni sem falla undir tiltekin Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Úttektaraðili verkefnanna Circular Solutions, sem hefur verið leiðandi sjálfbærniráðgjöf á Íslandi og býður stjórnvöldum, bæjarfélögum, fyrirtækjum og samtökum aðstoð við stefnumótun, skýrslugjöf, sérhæfðar greiningar og sjálfbæra fjármögnun. KPMG keypti Circular Solutions í byrjun árs 2021.