Tækifæri

Tækifæri er verkefni fyrir ungt fólk yngra en 30 ára, sem er lítið eða ekkert í námi eða vinnu. Þátttakendur leysa margvísleg verkefni og hittast einu sinni í viku og ræða saman og setja sér markmið fyrir næstu viku.

Verkefninu er ætlað að auka sjálfstraust og valdefla þátttakendur og koma í veg fyrir félagslega einangrun auk þess að vera árangurshvetjandi. Tækifæri er unnið út frá írskri fyrirmynd en kerfið hefur verið mjög árangursríkt á Írlandi.

Sjálfboðaliðar í Tækifæri hjálpa þátttakendum að finna út hvaða markmið henta hverjum og einum og hvaða leiðir eru færar til að ná markmiðunum. Sjálfboðaliðar í þessi verkefni eiga ennfremur kost á að vera leiðtogar yfir hópi og taka þannig meiri ábyrgð og eiga tækifæra á styrkja sig persónulega og leiðtogahæfileikana sína.

Viltu taka þátt eða þekkir einhvern sem ætti heima í Tækifæri?

Fylltu út umsókn hér!