• _SOS8776

Félagsaðild

Félagar Rauða krossins á Íslandi

Félagar Rauða krossins á Íslandi eru um tuttugu þúsund talsins. Félagar eru ekki endilega sjálfboðaliðar einnig en það þarf að skrá sig sérstaklega sem slíkur. Flestir virkir félagar starfa þó einnig sem sjálfboðaliðar innan Rauða krossins. 

Félagar sem greiða árgjaldið eru kjörgengir í stjórnir deilda, á aðalfundi deilda sem og í stjórn landsfélagsins og aðalfund Rauða krossins á Íslandi. Félagar taka þátt í að móta stefnu og starf Rauða krossins á aðalfundi sem haldinn er á tveggja ára fresti. 

Rauði krossinn á Íslandi er eitt félag og starfar sem ein heild. Styrkur félagsins byggir á að eining ríki um markmið og verkefni þess. 

Rauði krossinn er félag sem leggur áherslur á að finna jafnvægi á milli vel hæfra og þjálfaðra sjálfboðaliða, félaga og starfsfólks sem er vel menntað, reynslumikið og með fjölbreyttan bakgrunn. 

Félagar Rauða krossins koma að þeirri vinnu með stefnumótandi leiðbeiningum sem sett eru fyrir á aðalfundum deilda og landsfélags. Hlið við hlið starfa allir samkvæmt grunngildum Rauða kross, stefnu og siðareglum.