Skilmálar vegna sjálfboðaliðastarfa

1. Skilmálar þessir eiga við um umsókn vegna sjálfboðaliðastarfa hjá Rauða krossinum á Íslandi.

2. Trúnaður ríkir um upplýsingar sem vistaðar eru í kerfinu, nema lög kveði á um annað.

3. Persónuverndargögn eru ekki afhent til þriðja aðila nema fyrir liggi skýrt samþykki frá umsækjanda eða þriðji aðili hafi aðgang að upplýsingunum á grundvelli lagaheimildar eða að fengnum dómsúrskurði.

4. Þegar umsókn er lögð inn fær Rauði krossinn og ábyrgðaraðilar kerfisins aðgang að þeim persónuupplýsingum sem umsækjandi lætur í té.

5. Tilgangur vistunar gagna í kerfinu er að aðstoða við samskipti og meta umsókn um sjálfboðaliðastarf.

6. Umsækjandi getur hvenær sem er dregið umsókn sína til baka með því að tilkynna það til sjálfboðaliðamiðstöðvar Rauða krossins (sjalfbodalidar [hja] redcross.is).

7. Umsóknargögn sem berast í gegnum kerfið eru geymd í samræmi við lög og reglur þar um.