• _SOS9066--1-

Sjálfboðaliðinn

Starf sjálfboðaliða

Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Íslandi eru um 4.000 talsins. Allir starfa þeir að innlendum verkefnum og hjálparstarfi sem stýrt er af 42  deildum hringinn í kringum landið, með dyggum stuðningi Landsskrifstofu Rauða krossins. Allt starf Rauða krossins er fyrst og fremst drifið áfram af sjálfboðaliðum sem sinna ótal verkefnum. Án sjálfboðaliða verður hjálparstarf Rauða krossins fábrotið. 

Það eru ótal leiðir til sem bjóðast þeim sem að gerast sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum. Allt fer þetta eftir tíma, þekkingu og reynslu viðkomandi. Sjálfboðaliðar fá viðeigandi þjálfun fyrir þau verkefni sem þeir kjósa að sinna en þjálfunin er mis ítarleg eftir því hvaða verkefni er valið að sinna. 

Að starfa sem sjálfboðaliði getur í senn verið gefandi og erfitt. Virkir sjálfboðaliðar auka við þekkingu sína og reynslu sem getur svo aftur verið nytsamlegt í öðru reglubundnu starfi þeirra eða námi. 

Verkefni Rauða krossins eru um mörg og mismikil. Að starfa sem sjálfboðaliði fer því mikið eftir áhugasvið viðkomandi. Heimsóknavinir eru vinsæl leið og þarf ekki að vera tímafrek. Að sinna neyðarvörnum er annað verkefni sem að getur tekið meiri tíma frá viðkomandi en því fylgir einnig reglulegur félagskapur sem leiðir oft af sér áralanga vináttu. Að starfa sem sjálfboðaliði er því ekki síður félagslegt fyrir þá sjálfa sem og skjólstæðingana. 

Nánar er hægt að kynna sér verkefni Rauða krossins hér .