• A-flotta-vid-tjaldbudir

Á flótta

  • 10.11.2018 - 11.11.2018, 18:00 - 8:00

Ungmennahópur Rauða krossins í Reykjavík setur á ný upp hlutverkaleikinn Á flótta. Leikurinn er ætlaður ungmennum 15 ára og eldri og veitir innsýn í reynsluheim flóttafólks. Leikurinn verður haldinn 10. nóvember, hefst kl. 18:00 og tekur rúmar 12 klukkustundir í spilun.

Verkefnið hefst í Menningarhúsinu Gerðubergi í Breiðholti en felur í sér útiveru svo mikilvægt er að klæðast eftir veðri.

Takmörkuð pláss eru í boði svo fyrstur kemur fyrstur fær. Skráningargjald er 1000 krónur.

Þátttakendur 18 ára og yngri þurfa að skila leyfi foreldra fyrir þátttöku og boðið verður upp á foreldrafund í aðdraganda leiksins.

Öllum frekari fyrirspurnum má beina á netfangið: thorsteinn@redcross.is