Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu

  • 11.3.2021, 18:00 - 20:00

Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn fimmtudaginn 11. mars kl. 18.00 í húsnæði SÁÁ, Efstaleiti 7 ef reglur um sóttvarnir leyfa.

Að öðrum kosti verður fundurinn haldinn í fjarfundi sama dag og á sama tíma, vinsamlega fylgist með á heimasíðu Rauða krossins undir viðburðir.

Dagskrá fundarins:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Skýrsla stjórnar um starf deildarinnar á liðnu starfsári.

3. Áritaður og skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu.

4. Framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lagðar fram til kynningar.

5. Innsendar tillögur skv. 6. mgr. 21. gr.

6. Kosning deildarstjórnar skv. 21. og 22. gr.

7. Kosning skoðunarmanna og varamanna þeirra. Skv. 22. gr.

8. Önnur mál.

Kjörgengir í stjórn og atkvæðarétt hafa allir félagar, 18 ára og eldri, sem greiddu félagsgjöld fyrir árslok 2020. Fundurinn er opin öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning.

Grímuskylda er á staðfundi

Stjórnin