Aðalfundur Rauða krossins í Búðardal

  • 24.2.2021, 20:00 - 22:00

Aðalfundur Búðardalsdeildar Rauða krossins verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar kl. 20.00 

í húsnæði deildarinnar, Vesturbraut 12  ef reglur um sóttvarnir leyfa.

Að öðrum kosti verður fundurinn haldinn í fjarfundi sama dag og á sama tíma, vinsamlega fylgist með á heimasíðu Rauða krossins undir viðburðir.

Dagskrá fundarins:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Skýrsla stjórnar um starf deildarinnar á liðnu starfsári.

3. Áritaður og skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu.

4. Framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lagðar fram til kynningar.

5. Tillaga stjórnar að nafnabreytingu á deildinni skv. reglum Rauða krossins á Íslandi.

6. Innsendar tillögur skv. 6. mgr. 21. gr.

7. Kosning deildarstjórnar skv. 21. og 22. gr.

8. Kosning skoðunarmanna og varamanna þeirra. Skv. 22. gr.

9. Önnur mál.

Kjörgengir í stjórn og atkvæðarétt hafa allir félagar, 18 ára og eldri, sem greiddu félagsgjöld fyrir árslok 2020. Fundurinn er opin öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning.

Grímuskylda er á staðfundi

Stjórnin