Aðalfundur Rauða krossins í Mosfellsbæ

  • 25.2.2020, 19:00 - 21:00

Rauði krossinn í Mosfellsbæ boðar til aðalfundar þann 25. febrúar kl. 19:30-21:00, í húsnæði deildarinnar að Þverholti 7, Mosfellsbæ.

Dagskrá fundarins er hefðbundinn samkvæmt 20.gr. laga Rauða krossins á Íslandi og er hún eftirfarandi:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Skýrsla um starf deildarinnar 2019

3. Skoðaður ársreikningur 2019 lagður fram til afgreiðslu

4. Framkvæmda- og fjárhagsáætlun 2019 lögð fram

3. Tillaga að sameiningu Mosfells-og Reykjavíkurdeildar.

4. Innsendar tillögur.

5. Kosning deildarstjórnar og varamanna þeirra fer fram sé tillaga um sameiningu felld.

6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs sé tillaga um sameiningu felld.

7. Önnur mál

Tillögur sem taka á fyrir á fundinum þurfa að berast stjórn eigi síðar en þriðjudaginn 18. febrúar 2020. Tillögur skulu sendar á netfangið formadur.moso@redcross.is.

Kjörgengir í stjórn og atkvæðaréttur hafa allir félagar, 18 ára og eldri sem greiddu félagsgjöld fyrir 1. janúar 2020. Fundurinn er opin öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning.