Börn og umhverfi á Akranesi

  • 16.6.2021 - 23.6.2021, 16:30 - 15:30, 11900

Námskeiðið Börn og umhverfi verður haldið á Akranesi 16. og 18. júní klukkan 16:30-19 og 22. og 23. júní, klukkan 13-15:30. Alls 4 dagar og samtals 10 klst.

Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2009 og eldri (12 ára og eldri).

Kennsla fer fram í húsnæði Virk á 3ju hæð á Suðurgötu 57 (gamla Landsbankahúsið).

Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á um¬fjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

Námskeiðsgjald er kr. 11.900,- og öll námskeiðsgögn eru innifalin.

ATH! að taka með sér hollt og gott nesti fyrir pásu. Leiðbeinendur eru grunnskólakennari og hjúkrunarfræðingur. Þátttakendur fá viðurkenningu að námskeiði loknu.