Börn og umhverfi í Mosfellsbæ 17. og 18. apríl

  • 17.4.2021 - 18.4.2021, 10:00 - 15:00, 11.900

Námskeið Rauða krossins Börn og umhverfi verður haldið í Mosfellsbæ dagana 17. og 18. apríl 2021.
Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2009 og eldri (12 ára og eldri).
Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins í Mosfellsbæ að Þverholti 7 og skiptist á tvo daga

Laugardagurinn 17. apríl kl. 10:00 - 15:00 - Efni: "Rauði krossinn, þroski barna, samskipti" og "Leikir, leikföng, umönnun"

Sunnudagurinn 18. apríl kl. 10:00 - 15:00 - Efni: Slysavarnir og skyndihjálp

Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á um­fjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

Námskeiðsgjald er 11.900,- og öll námskeiðsgögn eru innifalin. ATH! að taka með sér hollt og gott nesti fyrir pásu. Leiðbeinendur eru leikskólakennarar og hjúkrunarfræðingar. Þátttakendur fá viðurkenningu að námskeiði loknu.

SKRÁNING- skráið nafn og kennitölu barnsins áður en farið er á greiðslusíðu Valitors.

ATH! Þátttökugjald er ekki endurgreitt ef styttra en þrír dagar eru í námskeið og læknisvottorð liggur ekki fyrir. Eftir að námskeiðið er hafið er þátttökugjaldið ekki endurgreitt.
Allar nánari upplýsingar í síma 570 4000 og á [email protected]