Börn og umhverfi Kópavogur

  • 25.5.2020 - 28.5.2020, 17:00 - 20:00, 9900

Námskeiðið Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum í Kópavogi verður haldið dagana 25., 26.,27. og 28. maí 2020 (með fyrirvara um næga þátttöku). Námskeiðið er ætlað ungmennum sem fædd eru á árinu 2008 eða fyrr (12 ára og eldri). Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins í Kópavogi, Hamraborg 11, 2. hæð og skiptist á fjögur (4) kvöld:
Mánudagur 25. maí kl. 17 til 20
Þriðjudagur 26. maí kl. 17 til 20
Miðvikudagur 27. maí kl. 17 til 20
Fimmtudagur 28. maí kl. 17 til 20

Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á um­fjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

Námskeiðsgjald er kr. 9.900,- og öll námskeiðsgögn eru innifalin. Athugið að mikilvægt er að ungmennin taki með sér hollt og gott nesti fyrir hlé. Leiðbeinendur eru leikskólakennarar og hjúkrunarfræðingar. Þátttakendur fá viðurkenningu að námskeiði loknu.

SKRÁNING - skráið nafn og kennitölu barnsins áður en farið er á greiðslusíðu Valitors. ATH! Athugið að sæti á námskeiðinu er ekki tryggt fyrr en þátttökugjald hefur verið greitt. Þátttökugjald er ekki endurgreitt ef styttra en þrír dagar eru í námskeið og læknisvottorð liggur ekki fyrir. Eftir að námskeiðið er hafið er þátttökugjaldið ekki endurgreitt.

Allar nánari upplýsingar í síma 570 4061 og á silja@redcross.is