Börn og umhverfi Mosfellsbæ

  • 19.6.2017, 17:00, 9900

Námskeiðið Börn og umhverfi árið 2017 hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ verður haldið 19, 20, 21 og 22 júní frá kl 17:00 til 20:00 

Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2005 og eldri ( 12 ára og eldri ). 
Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins í Mosfellsbæ, Þverholti 7 og er kennt fjögur kvöld í röð. 

Mánudagur 19 júní  kl: 17:00 til 20:00 - Efni: Rauði krossinn, þroski barna, samskipti - Leiðbeinandi Ása Jakobsdóttir 
Þriðjudagur 20 júní  kl: 17:00 til 20:00 - Efni: Leikir, leikföng, umönnun. - Leiðbeinandi Ása Jakobsdóttir 
Miðvikudagur 21 júní  kl: 17:00 til 20:00 - Efni: Slysavarnir - Leiðbeinandi Eyrún Baldvinsdóttir 
Fimmtudagur 22 júní  kl: 17:00 til 20:00 - Efni: Skyndihjálp - Leiðbeinandi Eyrún Baldvinsdóttir 

Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á um­fjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins. 
ATH! að taka með sér hollt og gott nesti fyrir pásu þar sem ekki er í boði að þátttakendur yfirgefi húsnæðið. 

Námskeiðsgjald er kr. 9.900,- og öll námskeiðsgöng eru innifalin. Leiðbeinendur eru leikskólakennarar og hjúkrunarfræðingar. Þátttakendur fá viðurkenningu að námskeiði loknu. Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer fram um greiðslusíðu Valitor. 
ATH! Þátttökugjald er ekki endurgreitt ef styttra en þrír dagar eru í námskeið og læknisvottorð liggur ekki fyrir. Eftir að námskeiðið er hafið er þátttökugjaldið ekki endurgreitt. 

ATH - skráið nafn og kennitölu barns í dálkinn ATHUGASEMDIR á greiðslusíðu 

Allar nánari upplýsingar í síma 564 6035 / 898 6065 og á hulda@redcross.is