Börn og umhverfi Reykjavík febrúar 2018

  • 10.2.2018 - 18.2.2018, 10:00 - 13:00, 9900

Námskeiðið Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum í Reykjavík verður haldið 10., 11., 17. og 18. febrúar . 

Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2006 og eldri ( 12 ára og eldri ). 

Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins Efstaleiti 9 og skiptist níður á tvær helgar. 

Laugardagur 10. febrúar kl: 10:00 til 13:00 -  Slysavarnir - Leiðbeinandi Vigdís Björk Agnarsdóttir 
Sunnudagur 11. febrúar kl: 10:00 til 13:00 - Skyndihjálp - Leiðbeinandi Vigdís Björk Agnarsdóttir 
Laugardagur 17. febrúar kl: 10:00 til 13:00 - Rauði krossinn, þroski barna, samskipti.  Leiðbeinandi Anna Sif Farestveit 
Sunnudagur 18. febrúar kl: 10:00 til 13:00 - Leikir, leikföng, umönnun. Leiðbeinandi Anna Sif Farestveit 


Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. 
Lögð er áhersla á um­fjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins. 


ATH! að taka með sér holt og gott nesti fyrir pásu þar sem ekki er í boði að þátttakendur yfirgefi húsnæðið. 

Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer fram um greiðslusíðu Valitor og er námskeiðsgjaldið  kr. 9.900,- og öll námskeiðsgöng eru innifalin. Leiðbeinendur eru leikskólakennarar og hjúkrunarfræðingar. Þátttakendur fá viðurkenningu að námskeiði loknu. 

ATH! Þátttökugjald er ekki endurgreitt ef styttra en þrír dagar eru í námskeið og læknisvottorð liggur ekki fyrir. Eftir að námskeiðið er hafið er þátttökugjaldið ekki endurgreitt. 

Allar nánari upplýsingar í síma 545 0400 og á gulla@redcross.is