• Nettverk_etter_soning

Fræðsla fyrir sjálfboðaliða í verkefninu Aðstoð eftir afplánun

  • 27.10.2021, 17:00 - 21:00

Markmið verkefnisins er að veita stuðning til einstaklinga sem eftir því óska og er sá stuðningur mjög einstaklingsbundinn. Félagslegur stuðningur við fyrrum fanga er mikilvægur til að reyna að koma í veg fyrir að einstaklingarnir brjóti af sér aftur og nái að aðlagast samfélaginu með besta móti.

Sjálfboðaliði styður þátttakanda við ýmislegt er snýr að daglegu lífi og þær áskoranir sem taka við þegar afplánun lýkur.

Vinsamlegast hafðu samband við verkefnastjóra verkefnisins áður en þú skráir þig á námskeiðið til að sjá hvort verkefnið passi fyrir þig. Netfangið er:[email protected].

Hægt er að sækja um í verkefnið eða gerast sjálfboðaliði í verkefninu með því að hafa samband í síma 786-7133/570-4062 eða á netfangið [email protected].