Grunnhundamat
Grunnhundamat verður haldið 24. febrúar 2021frá kl. 17:00-21.00 í Rauða krossinum í Kópavogi, Hamraborg 11, 2. hæð.
Til að spara þér og sjálfboðaliðum sem halda utan um grunnmatið og þjálfun, þá ertu vinsamlega beðin/n að lesa vandlega yfir viðmiðin fyrir hundana áður en þú skráir þig.
Nánari upplýsingar og færniviðmið eru á þessari síðu .
Grunnhundamatið er gert af reyndum sjálfboðaliðum í verkefninu sem meta hvort þú og hundurinn séu fær um að taka þátt í heimsóknarvinaverkefninu með hund.
Gert er ráð fyrir 15 mín fyrir hvert mat og verkefnisstjóri úthlutar tímum. Ef einhver tímasetning hentar engan vegin, vinsamlega skráið það í athugasemd. Vert er að taka fram að þetta verkefni hentar ekki öllum hundum og möguleiki er á því að hundurinn standist ekki matið eða þá að þú fáir endurgjöf þar sem þú og hundurinn gætu þurft að vinna í ákveðnum þáttum áður en hundanámskeiðið hefst.
Vinsamlegast komið með heilsufarsbók hundsins á grunnhundamatið og komið með hundinn í stífum taumi (ekki flexy taumi). Í matinu á hundurinn alltaf að vera í taumi eins og er í hundavinaheimsóknum á vegum Rauða krossins.
Ef þið standist færniviðmið og grunnhundamat verður ykkur boðið á námskeiðið sem er tvískipt. Bóklegi hlutinn (án hunds) og verklegi hlutinn með hund. Dagsetningar fyrir þau námskeið verða auglýst síðar.
Hlökkum til að sjá ykkur!