• Simavinir

Heimsókna- og símavinanámskeið í Búðardal

  • 14.6.2018, 16:30 - 20:30

Rauði krossinn í Búðardal heldur heimsókna- og símavinanámskeið fimmtudaginn 14. júní kl. 16.30 í Auðarskóla í Búðardal.

Heimsóknavinur
Sjálfboðaliðar heimsækja alla þá sem eftir því óska. Sjálfboðaliðinn heimsækir sinn gestgjafa einu sinni í viku, klukkutíma í senn. Heimsóknir geta einnig verið í formi bíltúra og gönguferða eða spjall yfir kaffibolla. Það fer allt eftir samkomulagi gestgjafa og heimsóknavinar. Hlutverk heimsóknvina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.

Símavinur
Símavinir talast við í síma tvisvar í viku og spjalla í um hálftíma í senn um daginn og veginn. Fundinn er fastur tími sem báðum aðilum hentar. Þar sem sími er notaður eru fjarlægðir ekki hindrun og því auðvelt að eignast vini hvar sem er á landinu. 

 Allir áhugasamir velkomnir!

Frekari upplýsingar gefur bryndis@redcross.is

Skráning fer fram hér.