• 322985_10151347819958345_160687865_o

Hundavinanámskeið

  • 20.11.2017, 18:00 - 19:30

 

Heimsóknavinur með hund er eitt verkefni heimsóknavina. Heimsóknavinir af þessu tagi, þar sem hundurinn er í aðalhlutverki, eru þekktir víða um heim og taka hundarnir oft virkan þátt í þjálfun og endurhæfingu sjúklinga. Hundavinirnir á vegum Rauða krossins fara í reglubundnar heimsóknir á stofnanir og heimili m.a. til langveikra barna, aldraðra og fatlaðra.

Þeir sem vilja gerast hundavinir Rauða krossins byrja á því að fara á tveggja tíma námskeið fyrir almenna heimsóknavini og svo á hundavinanámskeið sem er sérsniðið að hundaheimsóknum. Að því loknu er hundurinn metinn til að ganga úr skugga um að hann henti í verkefnið. Standist hundurinn matið er fundinn gestgjafi sem vill fá heimsókn frá hundi og eiganda hans.

Mánudaginn 6. nóvember  2017 nk. verður haldið hundavinanámskeið sem er sérsniðið fyrir verðandi hundvini. Ekki þarf að koma með hundana á námskeiðið.

Tími: 18.00-19.30
Staðsetning: Rauði krossinn í Kópavogi, Hamraborg 11. 2 hæð.

Nánari upplýsingar á netfanginu adalheidur@redcross.is