Hundavinanámskeið. Kópavogi

  • 8.9.2020 - 14.9.2020, 17:00 - 20:00
Heimsóknavinur með hund er eitt verkefni heimsóknavina. Heimsóknavinir af þessu tagi, þar sem hundurinn er í aðalhlutverki, eru þekktir víða um heim og taka hundarnir oft virkan þátt í þjálfun og endurhæfingu sjúklinga. Hundavinirnir á vegum Rauða krossins fara í reglubundnar heimsóknir á stofnanir og heimili m.a. til langveikra barna, aldraðra og fatlaðra.

Þeir sem vilja gerast hundavinir Rauða krossins byrja á því að fara í grunnhundamat og síðan á bóklegt og verklegt hundavinanámskeið sérsniðið fyrir verðandi heimsóknavini með hund. Eingöngu þeir sem standast grunnhundamat og færniviðmið geta tekið þátt og fá þá skráningarhlekk á námskeiðið í tölvupósti. Nánari upplýsingar um viðmið.

Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um verkefnið heimsóknavinur með hund. Markmið námskeiðsins er eftirfarandi:
  • Skilja hlutverk eiganda og hunda sem heimsóknavinir
  • Öðlast grunnþekkingu um hunda
  • Góður skilningur á markhópnum
  • Að öðlast getu til þess að vera heimsóknavinur með hund og heimsækja gestgjafa með öruggum, góðum og virðingarfullum hætti.

Tímasetning: 8. september (bóklegt, án hunds) kl. 17:00-20:00 og 14. september (verklegt með hund) kl. 17:00-20:00 
Staðsetning: Rauði krossinn í Kópavogi, Hamraborg 11. 2 hæð.

Þegar hundur og eigandi hafa lokið við bæði námskeiðin án athugasemda frá leiðbeinendum og eigandinn hefur setið heimsóknavinanámskeið þá er fundinn gestgjafi sem hefur áhuga á að fá heimsóknarvin með hund.

Nánari upplýsingar á netfanginu sigridur.ella@redcross.is