• 73495217_10221390480336556_6697389035775590400_o

Hundavinanámskeiðið

Tímasetning: 2. mars (bóklegt, án hunds) kl. 18:00-21:00 og 17.mars (verklegt með hund) kl. 18:00-21:00

  • 2.3.2021, 18:00 - 21:00

Heimsóknavinur með hund er eitt verkefni heimsóknavina. Heimsóknavinir af þessu tagi, þar sem hundurinn er í aðalhlutverki, eru þekktir víða um heim og taka hundarnir oft virkan þátt í þjálfun og endurhæfingu sjúklinga. Hundavinirnir á vegum Rauða krossins fara í reglubundnar heimsóknir á stofnanir og heimili m.a. til langveikra barna, aldraðra og fatlaðra.

Þeir sem vilja gerast hundavinir Rauða krossins byrja á því að fara í grunnhundamat og síðan á bóklegt og verklegt hundavinanámskeið sérsniðið fyrir verðandi heimsóknavini með hund.
Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um verkefnið heimsóknavinur með hund. Markmið námskeiðsins er eftirfarandi:

  • Skilja hlutverk eiganda og hunda sem heimsóknavinir
  • Öðlast grunnþekkingu um hunda
  • Góður skilningur á markhópnum
  • Að öðlast getu til þess að vera heimsóknavinur með hund og heimsækja gestgjafa með öruggum, góðum og virðingarfullum hætti.

    Þegar hundur og eigandi hafa lokið við bæði námskeiðin án athugasemda frá leiðbeinendum og eigandinn hefur setið heimsóknavinanámskeið þá er fundinn gestgjafi sem hefur áhuga á að fá heimsóknarvin með hund.

  •  SKRÁNING

  • Nánari upplýsingar á netfanginu sigridur.ella@redcross.is