• _SOS8776

Inngangur að neyðarvörnum - Mosfellsbær

  • 2.3.2019, 10:00 - 13:00

Námskeiðið "Inngangur að neyðarvörnum" verður haldið laugardaginn 2. mars kl. 10:00-13:00 í húsnæði Rauða krossins Mosfellsbæ, Þverholti 7.

Ókeypis er á námskeiðið og allir velkomnir.

Helstu efnistök:

- Kynning á neyðarvörnum Rauða krossins. 
- Opnun fjöldahjálparstöðvar 
- Aðgerðagrunnur, boðunargrunnur og aðrar bjargir 
- Stutt æfing 
- Samantekt og umræður

Þegar hættuástand skapast vegna náttúruhamfara eða annarra stórslysa fer neyðarvarnarkerfi Rauða krossins í gang.  

Námskeiðið „Inngangur að neyðarvörnum“ snýst um hlutverk Rauða krossins í neyðarvörnum landsins. 
Þetta er skyldunámskeið fyrir þá sjálfboðaliða sem vilja vera á útkallslista Rauða krossins og taka þannig þátt í að efla neyðarvarnir á Íslandi.  

Á námskeiðinu er boðið upp á léttar veitingar (te, kaffi og kex). 

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband moso@redcross.is eða í síma 898 6065.

Skráning fer fram hér.