Inngangur að neyðarvörnum - Selfossi

Fjöldahjálparnámskeið

  • 25.4.2017, 18:00

Námskeiðið Inngangur að neyðarvörnum verður haldið þriðudagskvöldið 25. apríl næstkomandi frá kl 18:00 til 21:00 í húsnæði Árnessýsludeildar Eyrarvegi 23, 800 Selfossi.

Námskeiðið er skylda fyrir alla þá sem starfa í neyðarvörnum Rauða krossins en aðrir sjálfboðaliðar og starfsmenn eru hvattir til að sækja það.   

Ókeypis er á námskeiðið.

Helstu efnistök:

-          Kynning á neyðarvörnum Rauða krossins.

-          Opnun fjöldahjálparstöðvar

-          Aðgerðagrunnur, boðunargrunnur og aðrar bjargir

-          Stutt æfing

-          Samantekt og umræður

 

Frekari upplýsingar gefur Jón Brynjar  jon@redcross.is