Inngangur að neyðarvörnum - Vík í Mýrdal

Námskeiðið „Inngangur að neyðarvörnum" verður haldið 23. maí klukkan 18.00 – 21.00 í Vík í Mýrdal. 

  • 23.5.2017, 18:00

Námskeiðið er haldið í Vík í Mýrdal í félagsheimilinu Leikskálnum. 

Námskeiðið „Inngangur að neyðarvörnum" verður haldið þriðjudaginn 23. maí klukkan 18.00 – 21.00 í Vík í Mýrdal.

Þegar hættuástand skapast vegna náttúruhamfara eða annarra stórslysa fer neyðarvarnarkerfi Rauða krossins í gang. 

Námskeiðið „Inngangur að neyðarvörnum“ snýst um hlutverk Rauða krossins í neyðarvörnum landsins. 

Þetta er skyldunámskeið fyrir þá sjálfboðaliða sem vilja vera á útkallslista Rauða krossins og taka þannig þátt í að efla neyðarvarnir á Íslandi. 

Frekari upplýsingar gefur Jón Brynjar jon@redcross.is

SKRÁNING