Leiðbeinendanámskeið í skyndihjálp

  • 25.9.2021 - 30.9.2021, 9:00 - 17:00, 200000

Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir leiðbeinendanámskeiði í skyndihjálp 25.-30. september 2021. Námskeiðið nær yfir sex heila daga og verður haldið á höfuðborgarsvæðinu.

Á námskeiðinu verður aðaláhersla lögð á að þjálfa þátttakendur í að kenna skyndihjálp. Þau sem sækja námskeiðið þurfa því að hafa góða skyndihjálparþekkingu til að byggja á auk menntunar á heilbrigðis- eða kennslusviði.

Umsóknarfrestur er til 5. júlí og öllum umsóknum verður svarað.

Námskeiðsgjald er 200.000 krónur, kennslugögn innifalin.

Nánari upplýsingar á netfanginu [email protected]

Athugið að fjöldi þátttakenda verður takmarkaður og við val á þeim er einkum horft til menntunar, reynslu, búsetu og möguleika á kennslu á erlendum tungumálum.