• 640A3550_1597068104471

Námskeið fyrir sjálfboðaliða - Félagsvinir eftir afplánun

  • 21.9.2020 - 22.9.2020

Á námskeiðinu er farið yfir valda þætti sem geta eflt þig og nýst í starfi sem sjálfboðaliði í verkefninu. Það verður farið yfir hugtök og efni sem snýr að einstaklingum sem hafa afplánað hér á landi og hvaða áskoranir bíða þeirra. Það er farið yfir hvaða úrræði og þjónusta er í boði fyrir einstaklinga sem eru í afplánun eða eru að ljúka afplánun.

Vonast er að eftir að hafa setið námskeiðið hefur þú öðlast þekkingu og færni sem mun nýtast þér á nýjum vettvangi.

Fyrstu mánuðirnir eftir að afplánun lýkur skipta höfuðmáli þegar kemur að því að einstaklingar nái að fóta sig í samfélaginu eftir fangelsisvist. Markmið verkefnisins er að veita stuðning til einstaklinga sem eftir því óska og er sá stuðningur mjög einstaklingsbundinn. Félagslegur stuðningur við fyrrum fanga er mikilvægur til að reyna að koma í veg fyrir að einstaklingarnir brjóti af sér aftur og nái að aðlagast samfélaginu með besta móti

Sjálfboðaliði styður þátttakanda við ýmislegt er snýr að daglegu lífi og þær áskoranir sem taka við þegar afplánun lýkur.

Hægt er að sækja um félagsvin eða gerast sjálfboðaliði í verkefninu með því að hafa samband við Rauða krossinn í Kópavogi s. 786-7133/570-4062 eða á [email protected]. Frekari upplýsingar um verkefnið er inn á https://www.raudikrossinn.is/felagsvinir.