Neyðarvarnir á krossgötum

  • 19.10.2018, 18:00 - 21:00

Staðsetning: Hús Rauða krossins í Eyjafirði, Viðjulundi 2,  Akureyri

Tímasetning:

· 19. október kl. 18-21
· 20. október kl. 9-16.

Þátttökugjald: kr. 5000,- (gisting ekki innifalin)

Skráning fer fram hér

Tilgangur:

· Efla samstarf og tengslanet viðbragðseininga og fólks innan Rauða krossins um allt land.
· Bæta þekkingu á aðgerðastjórnun og helstu vinnutólum.
· Bæta þekkingu á sálfélagslegum stuðningi

Hverjir ættu að mæta:
· Sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins sem koma að neyðarvörnum, neyðarviðbrögðum og áfallahjálp.

Meðal viðfangsefna:
· Stjórnun aðgerða
· Þjálfun fólks - hver er reynslan? Er fólk að læra það sem það þarf að læra?
· Áhættumat og sviðsmyndir
· Ert þú klár í 3 daga? - forvarnir
· Rýmingar og skráning þolenda
· Mismunandi leiðir til að hjálpa - s.s. peningar, föt, matur, vatn, hreinlæti og heilbrigði.
· Upplýsingatækni og fjarskipti í neyðaraðgerðum
· Skipulagning á sálfélagslegum stuðningi í kjölfar atburða
· Neyðarbúnaður og birgðastjórnun
· Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum og þjónustumiðstöðvar almannavarna
· Söfnunarsvæði slasaðra, sóttvarnamiðstöð, tjaldsjúkrahús, skyndihjálp - hvert erum við að stefna?
· Neyðarvarnir á norðurslóðum - alþjóðleg nálgun í fámennum byggðum
· Æfingar
· Mat á gæðum þjónustu, hver er reynsla notenda?
· Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar—hvernig er talað við samfélagið?

 Nánari upplýsingar: Jón B Birgisson - jon@redcross.is