Sálrænn stuðningur - Ísafjörður

  • 30.11.2019, 9:30 - 15:30

Námskeið fyrir viðbragðshóp í sálrænum stuðningi.
Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um hvernig hægt er að veita sálrænan stuðning til þeirra sem hafa lent í áföllum. Farið er yfir hlutverk, utanumhald og verkferla innan hópsins ásamt þjálfun í að veita sálrænum stuðning í mismunandi aðstæðum. 

Dagskrá:

09:30-10:00 Kynning á námskeiði og þátttakendum 

10:30-11:15 Útköll – hlutverk – samstaf 

11:15-11:35 Reynslusaga sjálfboðaliða 

11:35-12:15 Hádegisverður

12:15-14:00 Sálrænn stuðningur

  • Þekkja eðlileg viðbrögð fólks við áföllum
  • Hvernig styðjum við fólk eftir alvarleg atvik
  • Æfingar í sálrænum stuðningi
  • Sálrænn stuðningur við hópa

14:00-14:30 Frá útkalli til heimkomu 

  • Utanumhald og skipulag
  • Aðgerðargrunnur
  • Næstu skref

14:30-14:40 Kaffihlé

14:40-15:00 Búnaðarmál 

15:00-15:30 Hvernig hlúum við að okkur sjálfum, félagastuðningur

Skráning hjá adalheidur@redcross.is