Sálrænn stuðningur ll

  • 20.11.2017, 17:00 - 21:00

Námskeiðið Sálrænn stuðningur II verður haldið mánudaginn 20. og þriðjudaginn 21. nóvember 2017 hjá Rauða krossinum í Kópavogi, Hamraborg 11, 2 hæð kl. 17:00-21:00 báða dagana.

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa tekið Sálrænan stuðning I og vilja dýpka skilning sinn, rifja upp eða öðlast frekari færni og þekkingu. Námskeiðið er einkum gagnlegt fyrir sjálfboðaliða Rauða krossins, starfsmannahópa, starfsfólk með mannaforráð og fólk sem vill öðlast betri þekkingu í að eiga við áföll.
Farið verður nánar í gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum. Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju.
Viðfangsefni eru meðal annars:
* mismunandi tegundir áfalla
* áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn
* sálræn skyndihjálp
* stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks
* verklegar æfingar

Leiðbeinandi: Jóhann Toroddsen, Sálfræðingur
Forkröfur: Þátttakendur þurfa að hafa lokið námskeiðinu Sálrænn stuðningur 1
Sjálfboðaliðum Rauða krossins býðst að taka þetta námskeið sér að kostnaðarlausu og eru beðnir um að skrá sig á kopavogur@redcross.is eða ef óskað er eftir frekari upplýsingum.