Sálrænn stuðningur - námskeið fyrir sjálfboðaliða

  • 27.10.2020, 17:30 - 19:30

Þriðjudaginn 27. október verður haldið námskeið í sálrænum stuðningi. Vegna aðstæðna verður námskeiðið fjarnámskeið á Zoom. Það fer fram 27.10.2020 frá 17:30-19:30

Upplýsingar um hvernig skuli tengjast berast við skráningu.

Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum. Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju.


Viðfangsefni eru meðal annars:

  • mismunandi tegundir áfalla
  • áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn
  • sálræn skyndihjálp (PFA)
  • stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks


Sjálfboðaliðum Rauða krossins býðst að taka þetta námskeið sér að kostnaðarlausu og eru beðnir um að skrá sig hér að neðan.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum, sendið tölvupóst á elfal@redcross.is