Sálrænn stuðningur - námskeið fyrir sjálfboðaliða
Þriðjudaginn 26. janúar verður haldið námskeið í Sálrænum stuðningi hjá Rauða krossinum í Kópavogi, Hamraborg 11, frá kl. 17:30-20:30.
Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum. Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju.
Viðfangsefni eru meðal annars:
- mismunandi tegundir áfalla
- áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn
- sálræn fyrsta hjálp (PFA)
- stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks
Ath. að sætaframboð er takmarkað svo hægt sé að framfylgja sóttvörnum.
Leiðbeinandi er Elín Jónasdóttir, sálfræðingur
Ef óskað er eftir frekari upplýsingum, sendið tölvupóst á elfal@redcross.is