• Ashildur-Belis-RC

Sendifulltrúanámskeið - IMPACT

  • 4.10.2021 - 15.10.2021, 25.000

Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins, IMPACT (International Mobilization and Preparation for Action) sem er forsenda þess að fá starf á vegum félagsins á alþjóðavettvangi.

Námskeiðið er tvíþætt og fer að þessu sinni fram á netinu.

  • Fyrri hluti námskeiðsins felst í að ljúka fyrirfram skilgreindum netnámskeiðum.
  • 25 valdir þátttakendur komast svo áfram í seinni hlutann sem verður live webinar 4. - 15 október.

Þátttakendur þurfa fagmenntun og minnst þriggja til fimm ára starfsreynsla eftir nám, mjög góða enskukunnáttu auk þess sem færni í frönsku, arabísku, rússnesku eða spænsku er mikill kostur.

Þátttökugjald: 25.000 kr.

Umsóknum skal skilað í gegnum rafrænt umsóknaform. Umsóknarfrestur er til og með 12. júlí 2021.

Nánari upplýsingar má finna á raudikrossinn.is/sendifulltruar eða með því að hafa samband við Önnu Bryndísi Hendriksdóttur, verkefnastjóra sendifulltrúamála Rauða krossins á Íslandi.