Skyndihjálp 4 klukkustundir í Öræfum

  • 25.8.2019, 13:00 - 17:00
Rauði krossinn á Höfn heldur námskeið í almennri skyndihjálp sunnudaginn 25. ágúst 2019 kl. 13-17 í grunnskólanum í Hofgarði í Öræfum.

Þar læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.

Ókeypis er á námskeiðið fyrir sjálfboðaliða Rauða krossins.

Skráning fer fram hér.
Nánari upplýsingar veitir Fjóla Einarsdóttir í gegnum netfangið fjola@redcross.is.

Skyndihjálparskírteini fyrir þátttöku er sótt rafrænt inni á síðunni okkar skyndihjalp.is, sjá hér https://skyndihjalp.is/skirteinid-mitt/