• Slys-og-veikindi-barna

Slys og veikindi barna Kópavogi

  • 30.11.2017, 18:00 - 22:00
Rauði krossinn í Kópavogi heldur námskeiðið Slys og veikindi barna 30. nóvember 2017 kl. 18-22 í Hamraborg 11, 2 hæð.
Námskeið fyrir alla foreldra,forráðamenn barna og þá sem sinna ungum börnum.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á grunnatriði almennrar skyndihjálpar, svo sem skoðun og mat á ástandi og endurlífgun. Farið er í viðbrögð við algengum slysum og alvarlegum veikindum og hvernig best er að styðja við börnin í slíkum tilfellum. 
Námskeiðið gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.
Inntökuskilyrði: Þátttakendur séu 16 ára eða eldri. Þátttökugjald er 6.000.- á mann en ef báðir foreldrar mæta þá er gjaldið 5.000.- á mann, vinsamlega hafið samband við Rauða Krossinn í Kópavogi til að bóka fyrir par/hjón.
Nánari upplýsingar eru í 570-4000 og á kopavogur@redcross.is 
ATH! Þátttökugjald er ekki endurgreitt ef styttra en þrír dagar eru í námskeið og læknisvottiorð liggur ekki fyrir.