Stofnfundur sameinaðrar deildar
Rauði krossinn í Kópavogi og Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ boða til stofnfundar nýrrar sameinaðrar deildar fimmtudaginn 4. mars 2021 kl. 18.00 að Strandgötu 24, Hafnarfirði ef reglur um sóttvarnir leyfa.
Að öðrum kosti verður fundurinn haldinn í fjarfundi sama dag og á sama tíma, vinsamlega fylgist með á heimasíðu Rauða krossins undir viðburðir.
Dagskrá fundarins:
Ávarp formanna
Heiti deildarinnar
Reglur sameinaðrar deildar
Starfsfyrirkomulag deildarinnar
Kosning stjórnar
Önnur mál
Allir félagsmenn velkomnir!
Kjörgengir í stjórn og atkvæðarétt hafa allir félagar, 18 ára og eldri, sem greiddu félagsgjöld fyrir árslok 2020. Fundurinn er opin öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning.
Grímuskylda er á staðfundi
Formaður Kópavogsdeildar og formaður Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeilda