Simavina-frett-1-

6. desember 2021 : Nýtt kynningarmyndband fyrir Símavini

Rauði kross Íslands og Landssamband eldri borgarar vinna saman að því að rjúfa félagslega einangrun. Landssamband eldri borgara í samstarfi við Símavini Rauða krossins bjuggu til frábært kynningarmyndband fyrir Símavini Rauða krossins.

TAKK-SJALBODALIDAR

5. desember 2021 : Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða er í dag!

Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Rauði krossinn á Íslandi vill hvetja landsmenn til að líta í kringum sig í dag og þakka þeim.

Jolaheftti

3. desember 2021 : Jólahefti Rauða krossins 2021 er komið út

Jólamerkimiðar Rauða krossins 2021 eru farnir í dreifingu um allt land. Jólapeysur sem fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið á móti í gegnum tíðina prýða jólamerkimiðana í ár.

RKI-1

2. desember 2021 : Rauði krossinn og Sálfræðistofan Höfðabakka gera með sér samning

Rauði krossinn og Sálfræðistofan Höfðabakka hafa gert með sér samning sem felur í sér stuðning við sjálfboðaliða og starfsfólk RKÍ. 

Grace-Chisesa-SLA

29. nóvember 2021 : Íslandsbanki styður heimsmarkmið 4, 5 og 9 í samvinnu við Rauða krossinn

Rauði krossinn og Íslandsbanki undirrituðu síðastliðin föstudag samning um 4 milljón króna stuðning bankans við langtímaþróunarsamvinnu Rauða krossins í Malaví. Áhersla er lögð á að bæta aðgengi berskjaldaðs fólks á dreifbýlum svæðum að heilbrigðisþjónustu og öruggu drykkjarvatni. Fjármagn Íslandsbanka verður nýtt til þess að efla þann verkefnisþátt sem felst í valdeflingu kvenna og ungmenna.

Fjármagn Íslandsbanka mun styðja við heimsmarkmiðin: 4: Menntun fyrir alla, 5: Jafnrétti kynjanna og 9: Nýsköpun og uppbygging.

Tombola-23.11

23. nóvember 2021 : Héldu tombólu á Akureyri

6 vinkonur héldu tombólu hjá Kjörbúðinni við Borgarbraut á Akureyri og gáfu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn, 7.100 krónur. 

SOS_7407

22. nóvember 2021 : 160 gestir í farsóttarhúsunum

Um 10% af þeim 1.800 sem eru með virkt kórónuveirusmit eru í einangrun í farsóttarhúsum. Á farsóttarhúsunum dvelja nú um 160 gestir, þarf af eru 150 í einangrun og 10-15 einstaklingar í sóttkví sem hafa verið að fylgja börnunum sínum í einangrun. Um þriðjungur gestanna eru börn, alveg frá nokkra mánaða upp í 15 ára gömul.

Tombola-22.11

22. nóvember 2021 : 3 vinkonur héldu tombólu í Langadal

Vinkonurnar Hjördís Lóa Óttarsdóttir, Katrín Borg Jakobsdóttir og Mist Sigurbjörnsdóttir héldu tombólu í árlegri fjölskyldu útilegu í Þórsmörk í byrjun október til styrktar Rauða krossinum.

Grikkland-20.11-2

22. nóvember 2021 : Endurtekið efni um endursendingar á börnum til Grikklands

Í upphafi árs hófu íslensk stjórnvöld að synja barnafjölskyldum á flótta um efnislega meðferð umsókn sinna en ákvarða þess í stað að endursenda þær til Grikklands, þrátt fyrir að hafa metið aðstæður þar óviðunandi aðeins nokkrum mánuðum áður. Rauði krossinn, Barnaheill og UNICEF á Íslandi telja að hagsmunir barna séu ekki metnir á heildstæðan hátt og að ákvarðanir um endursendingar til Grikklands skapi börnum hættu sem íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á.

Marel-move-the-globe-undirritun

17. nóvember 2021 : Starfsmenn Marel söfnuðu 37.7 milljónum fyrir Rauða krossinn með átakinu “Move the Globe”

Í byrjun september sl. hófst átakið “Move the Globe” hjá 6.800 starfsmönnum Marel í 30 löndum. Markmiðið var að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins með hreyfingu og líkamsrækt. Alls safnaðist 250.000 evrur, eða 37.7 milljónir íslenskra króna.

Þann 4. nóvember sl. heimsótti sendiherra Brasilíu gagnvart Íslandi, Enio Cordeiro, höfuðstöðvar Marel á Íslandi og við það tækifæri tók Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi formlega á móti söfnunarágóðanum fyrir hönd alþjóða Rauða krossins.

Ocean-Viking-15.11-1

15. nóvember 2021 : Rauði krossinn styður við verkefni alþjóða Rauða krossins við Miðjarðarhaf

Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að styðja mannúðar- og lífsbjargandi verkefni alþjóða Rauða krossins fyrir flóttamenn á landi og sjó við Miðjarðarhaf með fjárframlagi og mannafla.

Ocean Viking bjargaði alls 314 konum, körlum og börnum í yfirstandandi leiðangri og er nú í höfn í Augusta á Sikiley. Þar komst fólkið loks í land í dag, sumir eftir tíu daga um borð í skipinu.

_SOS0421

12. nóvember 2021 : Rauði krossinn opnar ný farsóttarhús

Rauði krossinn opnar ný farsóttarhús. Rauði krossinn minnir á að mikilvægasta vörnin í útbreiðslu smita er að fylgja leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda varðandi sóttvarnir. Hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is er alltaf opið. Sýnum góðvild á krefjandi tímum og verum til staðar fyrir hvert annað.

31. október 2021 : 3 vinkonur héldu tombólu í Norðlingaholti

Vinkonurnar Matthildur Mínerva Bjarkadóttir, Rún Ingvarsdóttir og Vigdís Hrefna Magnúsdóttir máluðu myndir og seldu Við Olís í Norðlingaholti og söfnuðu með því fé til styrktar Rauða Krossinum

31. október 2021 : Röskva og Urður héldu tombólu

Systurnar Röskva og Urður Arnaldardætur héldu tombólu og söfnuðu 10.376 kr. sem þær gáfu Rauða krossinum. Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra famlag!

27. október 2021 : Héldu tombólu í Spönginni

Vinkonurnar Sóley Yabing Kristinsdóttir, Hanna Elísabet Hákonardóttir, Elísa Builien Andradóttir, Sara Björk Eiríksdóttir, Hrafnhildur Elva Elvarsdóttir og Eva Lovísa Heimisdóttir söfnuðu pening til styrktar Rauða krossinum

26. október 2021 : Rauði krossinn tók þátt í flugslysaæfingu

Viðbragðshópar Rauða krossins á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu laugardaginn 23. október á Keflavíkurflugvelli. Rauði krossinn opnaði söfnunarsvæði fyrir aðstandendur bæði í Reykjanesbæ og Reykjavík auk þess að koma til aðstoðar á söfnunarsvæði slasaðra á flugvellinum og við stjórnun og samhæfingu aðgerðanna í Samhæfingarstöð almannavarna í Reykjavík og aðgerðastjórn almannavarna á Suðurnesjum.

25. október 2021 : Rauði krossinn undirritar samning um hjálparlið almannavarna

Ríkislögreglustjóri, formaður Rauða krossins á Íslandi og formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar skrifuðu undir endurnýjað „Samkomulag um hjálparlið almannavarna“, sem síðast var endurnýjað árið 2012.

23. október 2021 : Hjálpin er komin út!

Fréttablaði Rauða krossins fylgir með Fréttablaðinu í dag

22. október 2021 : Uppboð á notuðum sjúkrabílum hafið

Á næstu dögum og vikum verða boðnir út notaðir sjúkrabílar, sem lokið hafa hlutverki sínu. Uppboðin fara fram á bílauppboðsvefnum Bílauppboð.is - Uppboðsvefur (bilauppbod.is).

21. október 2021 : Röð út á götu á risa kíló fatamarkaði Rauða krossins

Síðasta laugardag 16 október sl. var haldinn risa kíló fatamarkaður hjá Rauða krossins. Síðasta laugardag 16 október sl. var haldinn risa kíló fatamarkaður hjá Rauða krossins.

21. október 2021 : Árlegur basar Rauða krossins í Árnessýslu á laugardaginn

Árlegur basar handavinnuhóps Rauða krossins í Árnessýslu verðu haldinn 23. október frá 10 til 14 að Eyrarvegi 23 á Selfossi.

21. október 2021 : Origo og Rauði krossinn bæta tæknilega innviði og hjálparstarf í Afríku

Rauði krossinn á Íslandi hefur frá árinu 2013 staðið fyrir metnaðarfullu verkefni sem miðar að því að byggja getu afrískra landsfélaga Rauða kross hreyfingarinnar í upplýsinga- og samskiptatækni. Origo er nýjasti samstarfsaðili Rauða krossins í verkefninu.

20. október 2021 : Skiljum engan eftir, út undan eða í hættu

Rauði krossinn á Íslandi og Rauða kross hreyfingin á heimsvísu hefur um áratugaskeið brugðist við neyð víða um heim og stutt við samfélög er þau vinna að því að ná heimsmarkmiðunum.

19. október 2021 : Sara og Þórlaug héldu tombólu á Dalvík

Vinkonurnar Sara Hrund Briem og Þórlaug Diljá Freysdóttir héldu tombólu á Dalvík og gáfu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn, 6.927 krónur. Við þökkum þeim kærlega fyrir framlag þeirra til mannúðarmála.

18. október 2021 : Sindri föndraði peningabox og safnaði fyrir Rauða krossinn

Sindri Hrafn Steinarsson föndraði fallegt peningabox og safnaði pening í það fyrir Rauða krossinn.

11. október 2021 : Vissir þú að hver Íslendingur losar sig við 20 kg af fötum og skóm að meðaltali á ári?

Það er samtals um7600 tonn á ári.

Fatasöfnun Rauða krossins hefur glímt við margvíslegar áskoranir allt frá upphafi heimsfaraldursins Covid 19, en mikið hefur safnast í fatagáma okkar þar sem margir hafa nýtt tímann heima til þess að taka til í skápunum. Við erum sannarlega þakklát fyrir allan þann stuðning, því fataverkefni Rauða krossins er ein mikilvægasta fjáröflun félagsins. 

7. október 2021 : Samfélagsleg trjárækt í Sierra Leone til að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga og auka fæðuöryggi

Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, mun í samstarfi við Rauða krossinn í Sierra Leone og Landgræðsluskólann hefja trjáræktarverkefni í nokkrum héruðum í Sierra Leone á komandi vikum og mánuðum

1. október 2021 : Grunnhundamat verður 4. og 5. október

Heimsóknavinur með hund sinnir sömu verkefnum og aðrir heimsóknavinir nema hundurinn mætir með í heimsóknunum. Til að verða heimsóknavinur með hund þurfa eigandi og hundur að sækja hundanámskeið sem fer fram í tveimur hlutum. Auk þess taka þeir námskeið fyrir almenna heimsóknavini og grunnnámskeið Rauða krossins.

1. október 2021 : Aðstoð eftir afplánun og Frú Ragnheiður fengu styrk frá dómsmálaráðuneytinu

Alþingi ákvað síðasta vetur að veita sérstakt framlag til þess að efla stuðning við aðlögun fanga út í samfélagið að lokinni afplánun í fangelsi.  Rauði krossinn rekur tvö verkefni sem koma beint að stuðningi við þann hóp sem um er rætt.

28. september 2021 : 40 milljónir til Afganistan

Neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir stríðshrjáða í Afganistan lauk í dag. Í kjölfar þessarar söfnunar mun Rauði krossinn á Íslandi senda alls um 40 milljónir króna til Alþjóðaráðs Rauða krossins sem sinnir lífsbjargandi mannúðaraðstoð í Afganistan og hefur gert um langt skeið.

27. september 2021 : Þórir starfar með bakvarðarsveit björgunarskips Ocean Viking næstu 2 mánuði

 Skipið hefur það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska. Þórir mun starfa með upplýsingateymi svæðaskrifstofu Rauða krossins í Evrópu og verður með aðsetur í Búdapest. Þórir var í tvo áratugi starfsmaður Rauða krossins og var meðal annars í áhöfn björgunarskips Alþjóða Rauða krossins á Miðjarðarhafi 2016.

24. september 2021 : Forsetahjónin heimsóttu farsóttarhús Rauða krossins

Megintilgangur heimsóknar forsetahjónanna var að kynna sér starfsemi farsóttarhúsanna og hvernig heimsfaraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á verkefni Rauða krossins.

15. september 2021 : Rauði krossinn fagnar komu flóttafólks til landsins og óskar eftir fleiri sjálfboðaliðum

Sex sýrlenskar fjölskyldur komu til landsins í síðustu viku.

10. september 2021 : Mannúðaraðgerðir áfram mikilvægar í Afganistan - fjölskyldur geta ekki beðið eftir pólitískum breytingum

Yfirlýsing frá forseta ICRC eftir heimsókn til Afganistan

10. september 2021 : Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga í dag

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Í tilefni dagsins verða samverustundir víðsvegar um landið.

 

8. september 2021 : Rauði krossinn á Íslandi tryggir sálrænan stuðning fyrir íbúa berskjaldaðra samfélaga Sómalílands

Endurteknar náttúruhamfarir og viðvarandi átök í næstum þrjá áratugi hafa skapað erfiðar aðstæður og áskoranir í hinu sjálfstæða lýðveldi Sómalílandi. Frá árinu 2012 hefur Rauði krossinn á Íslandi starfað með sómalska Rauða hálfmánanum að ýmsum verkefnum, meðal annars með stuðningi utanríkisráðuneytisins

Mynd: B. Mast/ICRC

7. september 2021 : Starfsmenn Marel safna fyrir verkefni Rauða krossins í verkefninu Move the Globe

Á mánudag hófst átakið Move the Globe hjá 6.800 starfsmönnum Marel í 30 löndum. Ætlunin er að ganga hringinn í kringum jörðina til að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins.

Agusta-Hjordis-2021

31. ágúst 2021 : Sendifulltrúi til starfa á Haítí

Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins, heldur í dag af stað til Haítí þar sem hún mun starfa í neyðarteymi alþjóðaráðs Rauða krossins í kjölfar jarðskjálftans sem reið þar yfir fyrr í mánuðinum. Þetta er þriðja sendiför Ágústu Hjördísar. 

30. ágúst 2021 : Á alþjóðadegi þeirra horfnu

Alþjóðadagur þeirra horfnu (International Day of the Disappeared) er í dag. Á hverju ári týnast þúsundir farandfólks á leið sinni til Evrópu. Fjölskyldur tvístrast og enda í mismunandi heimshornum án þess að vita hvar ættingjar þeirra eru niðurkomnir og hvort þau eru örugg.

181-3

27. ágúst 2021 : Áfallamiðstöð opin á Egilsstöðum í dag

Rauði krossinn hefur verið að störfum á Egilsstöðum í kjölfar vopnaðra lögregluaðgerða gærkvöldi. Hlutverk Rauða krossins snýr einkum að sálrænum stuðningi og fræðslu. Áfallamiðstöð verður opin í Egilsstaðaskóla í dag á milli klukkan 16 og 18 þar sem Rauði krossinn veitir sálrænan stuðning.

26. ágúst 2021 : Fataverkefni Rauða krossins vinnur þrekvirki á tímum heimsfaraldurs

Fatasöfnun Rauða krossins hefur glímt við margvíslegar áskoranir allt frá upphafi heimsfaraldursins Covid 19 en starfseminni hefur verið haldið gangandi allt frá upphafi heimsfaraldursins. Nú er þó svo komið að Rauði krossinn vill biðla til allra landsmanna að leggja sitt af mörkum og taka þátt í þessu mikilvæga samfélagsverkefni með okkur.

25. ágúst 2021 : Rauði krossinn fagnar viðbrögðum stjórnvalda en bendir áfram á sára neyð í Afganistan

Rauði krossinn fagnar afgerandi viðbrögðum íslenskra stjórnvalda og þeirri ákvörðun að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan. Þau sem eftir verða í heimalandi sínu eru þó ekki síður í brýnni þörf fyrir mannúðaraðstoð og horfir Rauði krossinn því til þess hóps í von um að tryggja heilbrigðisþjónustu, COVID-forvarnir, aðgengi að hreinu vatni og fæðuöryggi.

23. ágúst 2021 : Eitt prósent landsmanna styðji við neyðarsöfnun fyrir Afganistan

Þann 17 ágúst síðast liðinn hóf Rauði krossinn á Íslandi neyðarsöfnun fyrir íbúa Afganistans. Hátt í 800 manns hafa nú þegar stutt íbúa í Afganistan með rausnarlegum framlögum en við vonumst til þess að fleiri vilji bætast í þennan hóp og leggja söfnuninni lið og styðja þannig við mannúðaraðgerðir í Afganistan. Markmið Rauða krossins er að eitt prósent landsmanna (18 ára og eldri) styðji við íbúa Afganistans í þessari neyðarsöfnun. Við skorum því á alla, bæði almenning og fyrirtæki að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með okkur.

19. ágúst 2021 : Jarðskjálfti á Haítí

Laugardaginn 14. ágúst síðast liðinn varð mikill jarðskjálfti að stærð 7,2 á Haítí. Ljóst er að manntjón er mikið og að skjálftinn hefur valdið miklum skemmdum á þúsundum heimila og mikilvægum innviðum, þar með talið sjúkrahúsum.

17. ágúst 2021 : Neyðarsöfnun fyrir íbúa Afganistans

Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur sent frá sér ákall vegna ástandsins í Afganistan, sem veldur miklum þjáningum fyrir borgara í landinu.

11. ágúst 2021 : Sjálfboðaliðar Rauða krossins aðstoða við smitrakningu almannavarna

Í kjölfar fjölgunar smita í samfélaginu hefur álag á smitrakningarteymi almannavarna aukist til muna. Almannavarnir leituðu því til Rauða krossins og hafa sjálfboðaliðar úr viðbragðshópum félagsins að undanförnu lagt hönd á plóg við að veita upplýsingar og stuðning til einstaklinga sem verið hafa útsettir fyrir smiti.

26. júlí 2021 : Rauði krossinn fjölgar farsóttarhúsum vegna álags

Það er í nægu að snúast hjá Rauða krossinum þessa dagana. Sóttkvíarhótelum hefur verið fjölgað úr einu í tvö og farsóttarhúsum úr einu í þrjú en á þessari stundu veita sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins aðstoð og stuðning til um 200 einstaklinga í sóttkví og 130 einstaklinga í einangrun.

5. júlí 2021 : Vilt þú verða sendifulltrúi Rauða krossins?

Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins, IMPACT (International Mobilization and Preparation for Action) sem er forsenda þess að fá starf á vegum félagsins á alþjóðavettvangi.

2. júlí 2021 : Reykjavíkurborg tekur við rekstri Vinjar

Lyklaskipti urðu í gær þegar velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók við rekstri dagsetursins Vin við Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu hefur rekið í nær 29 ár.

181-3

1. júlí 2021 : Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð á Akureyri

Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð og viðbragðshópur Rauða krossins á Norðurlandi kallaður út á þriðja tímanum í dag í kjölfar hópslyss á Akureyri. Þar hafði hoppukastali tekist á loft en fjöldi fólks var í kastalanum þegar atvikið átti sér stað.

28. júní 2021 : Söfnuðu dósum og styrktu Rauða krossinn

Þær Alicia Julia Kempisty og Arndís Edda Gottskálksdóttir söfnuðu dósum á Akureyri og gáfu Rauða krossinum við Eyjafjörð.

21. júní 2021 : Rauði krossinn stendur fyrir leiðbeinendanámskeiði í skyndihjálp

Leiðbeinendanámskeið í skyndihjálp verður haldið dagana 25.-30. september 2021. Námskeiðið nær yfir sex heila daga og verður haldið á höfuðborgarsvæðinu.

20. júní 2021 : Alþjóðadagur flóttafólks 2021: Saman sigrumst við á áskorunum

Venjulegt fólk þarf að finna leiðir til að bjarga lífi sínu og sinna, komast í skjól, öryggi, komast á stað þar það getur treyst yfirvöldum og samfélaginu í kringum sig. 

 

19. júní 2021 : Alþjóðadagur SÞ gegn kynferðisofbeldi í stríðsátökum

Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og sérfræðingur á sviði jafnréttismála, skrifar um kynferðisofbeldi í stríðsátökum.

9. júní 2021 : Ársskýrsla Rauða krossins 2020

Ársskýrsla Rauða krossins á Íslandi fyrir árið 2020 er komin út. Venju samkvæmt samanstendur skýrslan meðal annars af yfirliti yfir störf Rauða krossins á innlendum og erlendum vettvangi, lykiltölum frá rekstri félagsins og myndasyrpu. 

7. júní 2021 : Heimir og Styrkár styrkja Rauða krossinn

Vinirnir Heimir Halldórsson og Styrkár Bjarni Vignisson seldu heimabakaða pizzusnúða og smoothie fyrir utan Melabúðina. Með því móti söfnuðu þeir 4.290 krónum sem þeir gáfu til Rauða krossins. 

7. júní 2021 : Seldu myndir og styrktu Rauða krossinn

Vinkonurnar Bríet Svala Sölvadóttir og Brynhildur Ylfa Þóroddsdóttir teiknuðu myndir og seldu nágrönnum sínum. Þannig söfnuðu þær 3.783 krónum sem þær gáfu til Rauða krossins á Íslandi.

4. júní 2021 : Hleypur Laugaveginn til styrktar Frú Ragnheiði

Hörður Jónsson, sjálfboðaliði Frú Ragnheiðar tekur þátt í Laugavegshlapinu sem er haldið 18. júlí næstkomandi. Hann hleypur til styrktar Frú Ragnheiðar og hóf söfnun nýverið.

3. júní 2021 : Ný bifreið Frú Ragnheiðar var vígð í gær

Vígsla nýrrar bifreiðar Frú Ragnheiðar fór fram við Efstaleiti 9 í gær. Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins sem hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu.

2. júní 2021 : Söfnun fyrir Palestínu lokið

Þann 11. maí sl. hrinti Rauði krossinn á Íslandi af stað söfnun fyrir íbúa Palestínu og er henni nú lokið. Alls söfnuðust tæplega 11 milljónir frá almenningi og deildum félagsins. 

26. maí 2021 : Rauði krossinn stóð fyrir sálfélagalegum stuðningi fyrir fólk frá Palestínu

Í gær bauð Rauði krossinn á Íslandi palestínsku flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd til stuðningsfundar. Fundurinn fór fram á arabísku en markmiðið var að gefa fólki færi á að ræða eigin líðan vegna stöðunnar í heimalandi sínu.

21. maí 2021 : Rauði krossinn fagnar vopnahléi og sendir fjárstuðning til Palestínu

Eftir 11 daga af loftárásum og eldflaugasendingum náðist samkomulag um vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafsins. Þessu fagnar Rauði krossinn á Íslandi af heilum hug enda ljóst að afleiðingar síðustu daga eru nú þegar miklar og verða langvinnar.

20. maí 2021 : Róró færir Rauða krossinum Lúllu dúkkur að gjöf

Á dögunum fékk Rauði krossinn 25 Lúllu dúkkur að gjöf. Dúkkurnar fara meðal annars í sérstaka ungbarnapakka sem Rauði krossinn gefur barnshafandi konum sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. 

17. maí 2021 : Styrkur frá 10. bekk Tjarnarskóla

Á dögunum barst Rauða krossinum myndarlegur stuðningur frá nemendum í 10. bekk Tjarnarskóla sem nýlega hafi lent í þriðja sæti í Fjármálaleikunum 2021 og hlotið 100.000 krónur í verðlaun. Bekkurinn tók þá ákvörðun að gefa 75.000 krónur af verðlaunafénu til starfs Rauða krossins með flóttafólki.

12. maí 2021 : Rauði krossinn minnir á mikilvægi mannúðarlaga

Rauði krossinn á Íslandi harmar undir öllum kringumstæðum ofbeldi og átök sem bitna á óbreyttum borgurum og fordæmir brot á alþjóðlegum mannúðarlögum.

11. maí 2021 : Hjálpum íbúum Palestínu

Rauði krossinn á Íslandi hefur sett af stað sérstaka söfnun svo halda megi áfram mikilvægum verkefnum félagsins í Palestínu nú þegar ástandið þar er eins erfitt og raun ber vitni. 

8. maí 2021 : Sjálfboðaliðaþing á alþjóðadegi Rauða krossins 2021

Í dag, 8. maí, er alþjóðadagur Rauða krossins. Það er því vel við hæfi að sjálfboðaliðaþing Rauða krossins á Íslandi 2021 sé einnig haldið í dag en að þessu sinni fer þingið fram í beinu streymi á netinu.

7. maí 2021 : Rauði krossinn telur ekki forsvaranlegt að senda flóttafólk til Grikklands

Að gefnu tilefni ítrekar Rauði krossinn þá afstöðu sína að fyrirhugaðar endursendingar flóttafólks til Grikklands séu ekki forsvaranlegar við núverandi aðstæður og hvetur íslensk stjórnvöld til að hverfa frá þeim.

5. maí 2021 : Sumarstörf hjá Rauða krossinum

Við leitum að hörkuduglegum, samviskusömum og drífandi einstaklingum til að sinna fjáröflun og kynningarstarfi fyrir Rauða krossinn í sumar.

4. maí 2021 : Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins 2021

Sjálfboðaliðaþing Rauða krossins á Íslandi 2021 fer fram laugardaginn 8. maí sem er alþjóðadagur Rauða krossins og Rauða hálfmánans.

2. maí 2021 : Rauði krossinn opnar nýtt sóttkvíarhótel

Í dag opnar Rauði krossinn sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Verður það þriðja sóttkvíarhótelið í Reykjavík og það fjórða á landinu en fyrir hefur Rauði krossinn umsjón með sóttkvíarhótelum á Fosshótel Reykjavík, Hótel Storm og Hótel Hallormsstað.

30. apríl 2021 : Rauði krossinn og GRÓ LRT undirrita samstarfssamning

Fyrr í dag undirrituðu fulltrúar Rauða krossins á Íslandi og alþjóðlega landgræðsluskólans samstarfssamning. Með þessu er lagður grunnur að frekari samvinnu Rauða krossins og GRÓ LRT en samningurinn er um leið viljayfirlýsing á miðlun þekkingar og reynslu á milli aðilanna tveggja.

29. apríl 2021 : Umsögn um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni

Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 (afglæpavæðing neysluskammta), þingskjal 1193, 714. mál.

28. apríl 2021 : Krabbameinsfélagið gefur sokka til verkefna Rauða krossins

Rauði krossinn fékk í gær ríflega 500 sokkapör að gjöf frá Krabbameinsfélaginu. Sokkunum verður komið áfram til umsækjenda um alþjóðlega vernd, notenda Frú Ragnheiðar og gesta Vinjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir.

23. apríl 2021 : Tombóla á Suðurnesjum

Á dögunum komu þær Anika Lára Danielsdóttir, Harpa Guðrún Birgisdóttir, Helena Svandís Ingólfsdóttir, Kamilla Magnúsdóttir og Margrét Viktoría Harðardóttir færandi hendi á skrifstofu Rauða krossins á Suðurnesjum.

19. apríl 2021 : Umsögn um drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda

Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024.

156752684_472829787417216_797936622518740149_n

19. apríl 2021 : Rauði krossinn í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi

Rauða kross deildirnar í Kópavogi og í Hafnarfirði og Garðabæ hafa verið sameinaðar. Stofnfundur sameinaðrar deildar var haldinn í dag, 4. mars 2021.

16. apríl 2021 : Sendifulltrúi til starfa í Líbanon

Hlér Guðjónsson, sendifulltrúi Rauða krossins, hefur hafið störf fyrir Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans í tengslum við COVID-19 verkefni í Beirút í Líbanon.

14. apríl 2021 : Rauði krossinn tók á móti gjafakortum frá starfsfólki Landspítalans

Starfsfólk Landspítalans gáfu Rauða krossinum nokkur sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Sketchers sem þau höfðu fengið í gjöf en vildu gefa áfram til fólks sem gæti nýtt sér þau.

SOS_7239-2

9. apríl 2021 : Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands saman að teikniborðinu

Fulltrúar Rauða krossins (RKÍ) og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) leita nú í sameiningu leiða til að uppfylla nýja reglugerð um sóttkví sem tók gildi á miðnætti. Snýr sú vinna einkum að því að tryggja gestum sóttkvíarhótela útivist án þess að skerða sóttvarnir. 

8. apríl 2021 : Vegna nýrrar reglugerðar um dvöl í sóttkví

Fyrr í kvöld birtust á vef stjórnarráðsins upplýsingar um breytt skilyrði um dvöl í sóttkví og ný reglugerð þar að lútandi sem taka á gildi á miðnætti. Rauði krossinn var ekki upplýstur um nýja reglugerð fyrr en við birtingu hennar og vinna fulltrúar félagsins nú að yfirferð og túlkun nýrra reglna.

 

8. apríl 2021 : Umsögn um frumvarp um útlendingamál

Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi)

Aziza-portrait-wide

7. apríl 2021 : #100voices

100 raddir eru hvetjandi sögur af konum frá upphafi Rauða kross hreyfingarinnar til dagsins í dag. Sögurnar bera vitni um framlag kvenna til hreyfingarinnar víðsvegar um heiminn sem hópar og sem einstaklingar.

2. apríl 2021 : Fróðleikur um aðkomu Rauða krossins að rekstri sóttvarnarhúsa

Rauði krossinn á Íslandi er mikilvægur hlekkur í almannavörnum landsins og sinnir ýmis konar neyðaraðstoð og stoðþjónustu.

1. apríl 2021 : Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun

Rauði krossinn hefur opnað sóttkvíarhótel fyrir farþega frá dökkrauðum og gráum löndum á Fosshótel Reykjavík við Þórunnartún.

SOS_7114

30. mars 2021 : Rauði krossinn opnar sóttkvíarhótel

Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi fimmtudaginn 1. apríl.

30. mars 2021 : Umsögn um breytingar á almennum hegningarlögum

Rauði krossinn hefur sent inn umsögn um breytingar á almennum hegningarlögum er varða mansal.

131908058_10225011840390073_1127181787852077484_o

29. mars 2021 : Söfnunarfé fyrir Seyðisfjörð – uppbygging samfélags

Rauði krossinn þakkar fyrir veittan stuðning í kjölfar aurskriða á Seyðisfirði.

25. mars 2021 : Breytingar á starfsemi / Changes to activities

Breytingar til a.m.k. 15. apríl - Changes to at least 15th of April

22. mars 2021 : Fjöldahjálparstöð opnuð í nótt í Grindavik

Í nótt opnaði Rauði krossinn fjöldarhjálparstöð fyrir fólk sem björgunarsveitir höfðu bjargað hröktu og köldu af gosstöðvunum í nótt. 

20. mars 2021 : Fjöldahjálparstöð opnuð í gær vegna eldgossins

Fjöldahjálparstöð Rauða krossins var opnuð í Hópsskóla í Grindavík í gærkvöld vegna rýmingar í Krýsuvík. 14 manns gistu í stöðinni.

Anna, Andri og Áslaug

17. mars 2021 : Þrír sjálfboðaliðar fengu viðurkenningu

Á ný liðnum aðalfundi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu fengu þrír sjálfboðaliðar viðurkenningu fyrir framúskarandi árangur í starfi.

Syria-crisis-page-icrc

17. mars 2021 : Áratugur af átökum

Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í 10 ár um þessar mundir. Hundruðir þúsunda eru látin. Milljónir eru á flótta. Þúsundir hafa horfið sporlaust.

Hringlogo

10. mars 2021 : Umsögn um lög um málefni innflytjenda

Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um lög um málefni innflytjenda er varða móttöku flóttafólks og innflytjendaráð.

10. mars 2021 : Neyðarsöfnun vegna COVID-19 í Malaví lokið

Faraldurinn óx hratt í byrjun árs í Afríkuríkinu.

156752684_472829787417216_797936622518740149_n

4. mars 2021 : Sameining deilda

Í dag, 4. mars var stofnfundur sameinaðrar deildar Rauða krossins í Kópavogi og Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ.

Nýtt nafn sameinaðrar deildar var samþykkt og er það: Rauði krossinn í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.

2. mars 2021 : Psychological symptoms during natural disasters

During earthquakes like those that are currently happening in Reykjanes and affecting many parts of the southwestern part of Iceland, it is not unusual to experience psychological symptoms. It is uncomfortable to be uncertain about your safety. Here are some things to consider about your well-being.

2. mars 2021 : Sálræn einkenni við náttúruvá

Í jarðskjálftahrinu eins og nú gengur yfir Reykjanes og hefur áhrif víða á suðvesturhorni landsins er ekki óeðlilegt að finna fyrir sálrænum einkennum. Það er óþægilegt að finna fyrir vanmætti sínum gagnvart náttúrunni og efast um öryggi sitt.

Hér eru nokkrir punktar til þess að huga að líðan þinni.

24. febrúar 2021 : Jarðskálftar: Varnir og viðbúnaður

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra minnir fólk á viðbrögð og varnir gegn jarðskjálfta og einnig á viðbrögð eftir jarðskjálfta. Hægt er að lesa nánar á almannavarnir.is

 

24. febrúar 2021 : Hættustig almannavarna á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinu

Lýst hefur verið  yfir hættustigi almannavarna vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir á Reykjanesi.