• HeimalandIMG_7289

100 ár liðin frá Kötlugosi

Sjálfboðaliðar eru ávallt viðbúnir náttúruhamförum

12. október 2018

Í dag, skömmu fyrir klukkan þrjú, er öld liðin frá því að Kötlugos hófst með tilheyrandi jökulhlaupi og gjósku en mikil mildi er talin vera að enginn hafi tapað lífinu í þeim miklu náttúrhamförum.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru alltaf tilbúnir að bregðast við þegar náttúruhamfarir verða. Rauði krossinn er einn hlekkur í keðju almannavarna á Íslandi og kemur m.a. að undirbúningi viðbragðsáætlana og æfingum vegna náttúruhamfara. Þegar slíkir atburðir verða opnar Rauði krossinn fjöldahjálparstöðvar fyrir þá sem á þurfa að halda auk þess að útvega mat og fatnað ef þörf er á. Þá veita sjálfboðaliðar Rauða krossins einnig sálrænan stuðning en náttúruhamfarir geta haft mikil andleg áhrif á fólk. Myndin hér að ofan er frá Heimalandi, þar sem starfrækt var fjöldahjálparstöð í 8 vikur vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Rauði krossinn samanstendur af 42 deildum sem staðsettar eru víðsvegar um landið og sjálfboðaliðar eru ávallt tilbúnir að aðstoða þegar á reynir og Mannvinir Rauða krossins gera okkur kleift að halda úti öflugum neyðarvörnum um allt land.  

Hér er hægt að gerast Mannvinur Rauða krossins.

Óumflýjanlegt er að Katla gjósi að nýju þótt ekki sé hægt að segja með vissu hvenær og eru sjálfboðaliðar Rauða krossins eins tilbúnir og hægt er fyrir slíkan atburð. 

Við hvetjum alla til að vera undirbúin og kynna sér hvað ætti að vera til á hverju heimili ef náttúruhamfarir verða.

Vidlagakassi---banner